Gáfum allt sem við áttum

Ólafur Jónas Sigurðsson fer yfir málin með leikmönnum sínum í …
Ólafur Jónas Sigurðsson fer yfir málin með leikmönnum sínum í öðrum leik liðanna. mbl.is/Ólafur Árdal

Kvennalið Stjörn­unn­ar í körfu­bolta er komið í sum­ar­frí eft­ir afar naumt tap gegn Njarðvík í þriðja leik liðanna í 8-liða úr­slit­um Íslands­móts­ins í kvöld.

Ólaf­ur Jón­as Sig­urðsson, þjálf­ari Stjörn­unn­ar, sagðist þó vera gríðarlega stolt­ur af bar­áttu leik­manna sinna í kvöld og sagði þetta besta leik liðsins í ein­víg­inu. Spurður nán­ar út í leik­inn sagði Ólaf­ur Jón­as þetta:

„Þetta tókst næst­um því og ég er ótrú­lega stolt­ur af mínu liði fyr­ir frá­bæra frammistöðu í þess­um leik og við gáf­um allt sem við átt­um. Það var bara ekki nóg í dag og því fór sem fór.“

Ef við byrj­um bara strax í öðrum leik­hluta þar sem Stjarn­an er 18 stig­um und­ir. Þá hefst eitt­hvað magnaðasta áhlaup sem ég hef orðið vitni að í kvenna­körfu­bolta þar sem þér tókst gjör­sam­lega að kveikja í þínu liði og niðurstaðan var sú að ykk­ur tekst að saxa for­skotið niður í fimm stig. Hvað gerðist?

„Við vor­um bara að fram­kvæma það sem við töluðum um. Við vor­um að setja pressu á Njarðvík­urliðið og gera þetta erfitt fyr­ir þær. Við vor­um alltof pass­íf­ar í fyrsta leik­hluta og við töluðum um það áður en ann­ar leik­hluti hófst að við gæt­um ekki unnið körfu­bolta með svona pass­ífri vörn.

Við fór­um bara aðeins yfir þetta, slípuðum þetta til og sýnd­um hvað við get­um verið flott­ar ef við spil­um þessa vörn. Við hefðum bara þurft að gera meira af því og fyrr,“ út­skýrði hann.

Þá spyr ég auðvitað af hverju spilaði Stjarn­an þessa vörn ekki all­an leik­inn í ljósi þess að þegar ykk­ur tekst að minnka for­skotið ákveðið mikið þá er eins og þið hættið þess­ari pressu­vörn. Er þetta of orku­frek­ur varn­ar­leik­ur til að spila hann í 40 mín­út­ur?

„Mögu­lega. Ég held að það sé samt ekk­ert endi­lega það. Við erum að spila á móti frá­bæru liði og auðvitað svara þær svona áhlaupi. Njarðvík tók leik­hlé og kom svo með sprett á móti. Í svona leik þar sem þú ert að berj­ast fyr­ir lífi þínu þá held ég að eng­inn hafi verið að spá í þreytu.

Vissu­lega tek­ur þetta mikla orku og það tek­ur mikla orku að vera að berj­ast við leik­menn eins og Britt­any Dink­ins og fleiri leik­menn. Njarðvík er bara klókt lið sem erfitt er að eiga við,“ sagði Ólaf­ur Jón­as.

Þetta er klár­lega besti leik­ur Stjörn­unn­ar í þessu ein­vígi. Því ligg­ur bein­ast við að spyrja þig hvort þú hefðir gert eitt­hvað öðru­vísi í hinum tveim­ur leikj­un­um með þenn­an leik í fartesk­inu?

„Nei ekki endi­lega. Eða jú kannski. Ég hefði lík­lega lagt meiri áherslu á maður á mann vörn­ina okk­ar. Því við erum ekki nógu góðar í svæðis­vörn­inni,“ sagði hann.

Tíma­bilið er búið hjá Stjörn­unni. Verður þú áfram þjálf­ari Stjörn­unn­ar á næsta tíma­bili?

„Já ég er alla­veg­ana með samn­ing svo ég býst ekki við öðru.“

Hvað með leik­menn, ein­hverj­ar breyt­ing­ar þar sem þú veist af nú þegar?

„Nei ég er bara ekki far­inn að hugsa svo langt þar sem við vor­um bara að klára þenn­an leik hérna,“ sagði Ólaf­ur Jón­as í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka