„Mætum allir svipuðum örlögum“

Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.
Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors. AFP/Christian Petersen

Steve Kerr, þjálf­ari Gold­en State Warri­ors í NBA-deild­inni í körfuknatt­leik, seg­ist vera í áfalli yfir ákvörðun Den­ver Nug­gets að víkja þjálf­ar­an­um Michael Malone frá störf­um stuttu fyr­ir úr­slita­keppni.

Tayl­or Jenk­ins, þjálf­ari Memp­his Grizzlies, var sömu­leiðis ný­verið lát­inn fara frá fé­lag­inu.

„Ég var í áfalli eins og all­ir. Mike hef­ur aug­ljós­lega verið frá­bær þjálf­ari, þjálf­ari meist­ara, og hef­ur náð frá­bær­um ár­angri. Eins og í til­felli Tayl­ors býst maður ekki við neinu svona þetta seint á tíma­bil­inu.

Eins og ég sagði um Tayl­or þá þurfa fé­lög­in að sjá um sín mál og við höf­um ekki neitt með þau að gera, þannig að ég hef ekki hug­mynd um hvað var að ger­ast bak við tjöld­in.

Ég get í raun ekki tjáð mig neitt um þetta með öðrum hætti en að óska Mike alls hins besta því hann hef­ur unnið frá­bært starf. Manni finnst þetta ekki rétt­látt en svona er brans­inn sem við erum í.

Við mun­um all­ir mæta svipuðum ör­lög­um á ein­hverj­um tíma­punkti. Það er svo­lítið þannig sem það virk­ar,“ sagði Kerr á frétta­manna­fundi fyr­ir leik Gold­en State fyr­ir leik gegn Phoen­ix Suns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka