Njarðvík í undanúrslit en Stjarnan í sumarfrí

Sara Björk Logadóttir og Berglind Katla Hlynsdóttir í leiknum í …
Sara Björk Logadóttir og Berglind Katla Hlynsdóttir í leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvík og Stjarn­an mætt­ust í þriðja leik sín­um í 8-liða úr­slit­um Íslands­móts kvenna í körfu­bolta í Njarðvík í kvöld og lauk leikn­um með sigri Njarðvík­inga 95:89.

Njarðvík vann því ein­vígið 3:0 og sópaði Stjörn­unni í sum­ar­frí.

Njarðvík­ur­kon­ur mættu dýrvit­laus­ar til leiks í kvöld og þegar tæp­ar 6 mín­út­ur voru liðnar af fyrsta leik­hluta var staðan orðin 16:9 fyr­ir Njarðvík. Njarðvík­ing­ar juku for­skotið það sem eft­ir lifði leik­hlut­ans og var staðan að hon­um lokn­um 29:18 fyr­ir Njarðvík og átti Britt­any Dink­ins stór­kost­leg­an leik­hluta og skoraði 20 stig en allt Stjörnuliðið var með 18 stig.

Ann­ar leik­hluti var áhuga­verður. Njarðvík­ur­kon­ur héldu áfram að byggja upp for­skot sitt sem varð mest 18 stig í stöðunni 39:21. Þá kom eitt­hvað rosa­leg­asta áhlaup sem und­ir­ritaður hef­ur orðið vitni að í kvenna­körfu­bolta.

Stjörnu­kon­ur fóru að spila hápressu­vörn á Njarðvík­ur­kon­ur sem virt­ust fara á taug­um. Gest­irn­ir stálu bolt­an­um ít­rekað og skoruðu hverja körf­una á fæt­ur ann­arri og við það byggðist upp gríðarleg stemmn­ing í Stjörnuliðinu. Tókst þeim að saxa niður 18 stiga for­skot Njarðvík­inga niður í 5 stig áður en hálfleik­ur­inn skall á. 

Staðan í hálfleik 52:47 fyr­ir Njarðvík. 

Britt­any Dink­ins skoraði 26 stig fyr­ir Njarðvík í fyrri hálfleik og tók Em­ilie Sofie Hesseldal 7 frá­köst.

Diljá Ögn Lár­us­dótt­ir skoraði 11 stig fyr­ir Stjörn­una og tók Denia Dav­is-Stew­art 6 frá­köst.

Brittany Dinkins skýtur og Diljá Ögn Lárusdóttir reynir að stöðva …
Britt­any Dink­ins skýt­ur og Diljá Ögn Lár­us­dótt­ir reyn­ir að stöðva hana. mbl.is/​Skúli B. Sig­urðsson

Það var mik­il bar­átta í þriðja leik­hluta. Stjörnu­kon­ur náðu að minnka mun­inn niður í þrjú stig í stöðunni 52:49. Njarðvík­ing­ar voru ekki á því að hleypa Stjörn­unni fram úr sér og náðu 11 stiga for­skoti í stöðunni 69:58. 

Stjarn­an ætlaði sér ekki að láta sópa sér út úr þess­ari keppni bar­áttu­laust og gafst aldrei upp. Þær settu aft­ur upp hápressu vörn sína og við það fóru þær strax að saxa niður for­skot Njarðvík­ur og þegar þriðja leik­hluta lauk var mun­ur­inn aðeins 5 stig. Staðan 71:66 fyr­ir Njarðvík og svaka­leg­ur fjórði leik­hluti eft­ir.

Fjórði leik­hluti var svaka­lega spenn­andi. Stjörnu­kon­ur ætluðu sér ekki að detta út í kvöld og byrjuðu á því að minnka mun­inn niður í 4 stig í stöðunni 71:67. 

Njarðvík­ur­kon­ur börðust líka eins og ljón og náðu að byggja upp 8 stiga for­skot í stöðunni 80:72. Þá komu Stjörnu­kon­ur til baka og minnkuðu mun­inn niður í 3 stig í stöðunni 86:83 þegar 2:16 voru eft­ir af leikn­um og al­gjör há­spenna í gangi. 

Í stöðunni 89:86 fékk Paul­ina Hersler tvö víta­skot. Hún hitti úr öðru þeirra og staðan 90:86 fyr­ir Njarðvík­inga sem unnu síðan bolt­ann og þá mætti Lára Ösp Ásgeirs­dótt­ir og setti niður gríðarlega mik­il­væg­an þrist og skaut Njarðvík­ing­um í undanúr­slita­ein­vígi.

Stjarn­an náði að setja þrist í kjöl­farið en Britt­any Dink­ins fylgdi því eft­ir með tveim­ur stig­um úr vít­um og enduðu leik­ar þannig að Njarðvík vann 95:89.

Britt­any Dink­ins skoraði 35 stig fyr­ir Njarðvík og tók Em­ilie Sofie Hesseldal 16 frá­köst. 

Diljá Ögn Lár­us­dótt­ir skoraði 25 stig fyr­ir Stjörn­una og tók Denia Dav­is- Stew­art 11 frá­köst. 

Njarðvík - Stjarn­an 95:89

IceM­ar-höll­in, Bón­us deild kvenna, 09. apríl 2025.

Gang­ur leiks­ins:: 4:5, 14:9, 20:13, 26:18, 36:21, 43:32, 47:41, 52:47, 52:49, 58:51, 69:58, 71:66, 77:72, 80:75, 86:81, 95:89.

Njarðvík: Britt­any Dink­ins 35/​4 frá­köst, Paul­ina Hersler 17/​9 frá­köst, Em­ilie Sofie Hesseldal 13/​16 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Hulda María Agn­ars­dótt­ir 9/​5 stoðsend­ing­ar, Anna Lilja Ásgeirs­dótt­ir 8, Lára Ösp Ásgeirs­dótt­ir 7, Krista Gló Magnús­dótt­ir 6.

Frá­köst: 28 í vörn, 10 í sókn.

Stjarn­an: Diljá Ögn Lár­us­dótt­ir 25/​5 stoln­ir, Kat­arzyna Anna Trzeciak 18, Ana Cl­ara Paz 12/​4 frá­köst, Fann­ey María Freys­dótt­ir 10, Berg­lind Katla Hlyns­dótt­ir 9, Denia Dav­is- Stew­art 9/​11 frá­köst, Kol­brún María Ármanns­dótt­ir 6/​5 frá­köst.

Frá­köst: 19 í vörn, 5 í sókn.

Dóm­ar­ar: Gunn­laug­ur Briem, Jakob Árni Ísleifs­son, Ein­ar Val­ur Gunn­ars­son.

Áhorf­end­ur: 197

Njarðvík 95:89 Stjarn­an opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert