Snæfell tryggði sér oddaleik í einvígi sínu gegn Hamri með því að vinna fjórða leik liðanna, 100:88, í átta liða úrslitum umspils 1. deildar karla í körfuknattleik í Stykkishólmi í kvöld.
Liðin átta freista þess að vinna sér inn eitt laust sæti í úrvalsdeildinni. Þar sem staðan í einvíginu er 2:2 er ljóst að liðin þurfa að mætast í fimmta sinn í Hveragerði. Fer sá leikur fram næstkomandi sunnudagskvöld.
Snæfell var skrefinu á undan allan tímann og þrátt fyrir gott áhlaup Hamars í fjórða og síðasta leikhluta reyndist það ekki nóg og heimamenn unnu verðskuldaðan tólf stiga sigur.
Matt Treacy var stigahæstur hjá Snæfelli með 25 stig.
Stigahæstur í leiknum var hins vegar Jaeden King sem skoraði 32 stig fyrir Hamar.
Stykkishólmur, 1. deild karla, 09. apríl 2025.
Gangur leiksins: 5:7, 14:12, 24:22, 29:26, 39:26, 46:31, 50:35, 52:40, 65:47, 75:54, 76:59, 83:63, 88:66, 90:73, 93:83, 100:88.
Snæfell: Matt Treacy 25/5 fráköst, Alejandro Rubiera Raposo 23/6 fráköst, Khalyl Jevon Waters 23/4 fráköst/7 stoðsendingar, Juan Luis Navarro 10/10 fráköst/6 stoðsendingar, Aron Ingi Hinriksson 9, Sturla Böðvarsson 5, Snjólfur Björnsson 3, Ísak Örn Baldursson 2.
Fráköst: 16 í vörn, 15 í sókn.
Hamar: Jaeden Edmund King 32/5 fráköst, Jose Medina Aldana 20/7 stoðsendingar, Birkir Máni Daðason 12, Fotios Lampropoulos 10/10 fráköst/3 varin skot, Daníel Sigmar Kristjánsson 9, Ragnar Agust Nathanaelsson 5/8 fráköst.
Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Ingi Björn Jónsson.