Snæfell knúði fram oddaleik

Jaeden King skoraði 32 stig fyrir Hamar gegn sínum gömlu …
Jaeden King skoraði 32 stig fyrir Hamar gegn sínum gömlu félögum í Snæfelli. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Snæ­fell tryggði sér odda­leik í ein­vígi sínu gegn Hamri með því að vinna fjórða leik liðanna, 100:88, í átta liða úr­slit­um um­spils 1. deild­ar karla í körfuknatt­leik í Stykk­is­hólmi í kvöld.

Liðin átta freista þess að vinna sér inn eitt laust sæti í úr­vals­deild­inni. Þar sem staðan í ein­víg­inu er 2:2 er ljóst að liðin þurfa að mæt­ast í fimmta sinn í Hvera­gerði. Fer sá leik­ur fram næst­kom­andi sunnu­dags­kvöld.

Snæ­fell var skref­inu á und­an all­an tím­ann og þrátt fyr­ir gott áhlaup Ham­ars í fjórða og síðasta leik­hluta reynd­ist það ekki nóg og heima­menn unnu verðskuldaðan tólf stiga sig­ur.

Matt Treacy var stiga­hæst­ur hjá Snæ­felli með 25 stig.

Stiga­hæst­ur í leikn­um var hins veg­ar Jaeden King sem skoraði 32 stig fyr­ir Ham­ar.

Snæ­fell - Ham­ar 100:88

Stykk­is­hólm­ur, 1. deild karla, 09. apríl 2025.

Gang­ur leiks­ins: 5:7, 14:12, 24:22, 29:26, 39:26, 46:31, 50:35, 52:40, 65:47, 75:54, 76:59, 83:63, 88:66, 90:73, 93:83, 100:88.

Snæ­fell: Matt Treacy 25/​5 frá­köst, Al­ej­andro Ru­biera Ra­poso 23/​6 frá­köst, Khalyl Jevon Waters 23/​4 frá­köst/​7 stoðsend­ing­ar, Juan Luis Navarro 10/​10 frá­köst/​6 stoðsend­ing­ar, Aron Ingi Hinriks­son 9, Sturla Böðvars­son 5, Snjólf­ur Björns­son 3, Ísak Örn Bald­urs­son 2.

Frá­köst: 16 í vörn, 15 í sókn.

Ham­ar: Jaeden Ed­mund King 32/​5 frá­köst, Jose Med­ina Ald­ana 20/​7 stoðsend­ing­ar, Birk­ir Máni Daðason 12, Foti­os Lampropou­los 10/​10 frá­köst/​3 var­in skot, Daní­el Sig­mar Kristjáns­son 9, Ragn­ar Ag­ust Nathana­els­son 5/​8 frá­köst.

Frá­köst: 22 í vörn, 7 í sókn.

Dóm­ar­ar: Davíð Kristján Hreiðars­son, Bjarni Hlíðkvist Krist­mars­son, Ingi Björn Jóns­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka