Þór minnkaði muninn

Guðbjörg Sverrisdóttir og Karen Lind Helgadóttir eigast við í öðrum …
Guðbjörg Sverrisdóttir og Karen Lind Helgadóttir eigast við í öðrum leik liðanna. mbl.is/Ólafur Árdal

Þórs­kon­ur unnu Val 72:60 í 3. leik liðanna um sæti í undanúr­slit­um Íslands­móts­ins í körfu­bolta.

Val­ur hafði unnið tvo fyrstu leik­ina og gat kom­ist áfram með sigri í kvöld. Nú er staðan í ein­víg­inu 2:1 fyr­ir Val og næst leika liðin á Hlíðar­enda á pálma­sunnu­dag.

Þórsar­ar, sem voru lengi vel að keppa um deild­ar­meist­ara­titil­inn, gáfu eft­ir á loka­sprett­in­um í deild­inni og höfnuðu að lok­um í 4. sæti. Norðan­kon­ur hafa átt erfitt í síðustu leikj­um eft­ir að tveir af sex sterk­ustu leik­mönn­um þeirra helt­ust úr lest­inni. Liðið var ógn­ar­sterkt á tíma­bil­inu og vann m.a. tíu leiki í röð þegar best gekk. Síðan þá hef­ur liðið aðeins unnið einn leik af átta í deild­ar­keppn­inni.

Esther Fokke var aft­ur kom­in í leik­manna­hóp Þórs í kvöld. Hvort það hafi gert gæfumun­inn fyr­ir heima­kon­ur skal ósagt látið en Þórs­kon­ur voru frá­bær­ar í kvöld og þær voru ekk­ert að fara í sum­ar­frí.

Eft­ir jafn­ar upp­haf­smín­út­ur má segja að Þór hafi smám sam­an sigið fram úr. Þór var mest 15 stig­um yfir í fyrri hálfleik þar sem hver leikmaður­inn á fæt­ur öðrum lagði sitt á voga­skál­arn­ar. Varn­ir beggja liða voru nokkuð sterk­ar og dóm­ar­ar leyfðu harðan leik. Það var helst sókn­ar­leik­ur Vals ven kom þeim í kland­ur en lyk­il­leik­menn í Valsliðinu voru nokkr­ir vel frá sínu besta. Alyssa Cer­ino komst ekki á blað í fyrri hálfleik og Jiselle Thom­as hafði allt á horn­um sér.

Staðan í hálfleik var 39:25 fyr­ir vel studd­ar Þórs­kon­ur og öll stemn­ing þeirra meg­in. Valskon­ur náðu vopn­um sín­um í þriðja leik­hluta og náðu að hrella heima­kon­ur. Heima­kon­ur lentu strax í mikl­um villu­vand­ræðum þar sem Maddie Sutt­on og Am­andie Toi fengu fjórðu vill­ur sín­ar. Esther Fokke bætt­ist svo í þeirra hóp á leik­hluta­skipt­un­um. Þór hékk á for­skoti eins og hund­ur á roði og þegar loka­leik­hlut­inn hóst var staðan 53:45 fyr­ir Þór.

Valskon­ur voru áfram sterk­ari og önduðu ofan í háls­mál Þórs­kvenna hvað eft­ir annað. Spennu­stigið var hátt og ákv­arðana­taka leik­manna stund­um slæm. Þór stóð af sér mesta áhlaupið og náði að breikka bilið á ný. Staðan var 66:56 þegar fjór­ar mín­út­ur lifðu. Val­ur minnkaði strax mun­inn en heima­kon­ur stóðust áhlaup gest­anna og lönduðu dí­sæt­um iðnaðarsigri.

Liðin mæt­ast í fjórða leikn­um á Hlíðar­enda kl. 19 á sunnu­dag.

Þór Ak. - Val­ur 72:60

Höll­in Ak, Bón­us deild kvenna, 09. apríl 2025.

Gang­ur leiks­ins:: 5:2, 8:10, 16:13, 21:13, 25:15, 27:20, 37:22, 39:25, 42:31, 46:36, 51:41, 53:45, 56:53, 64:56, 66:60, 72:60.

Þór Ak.: Emma Karólína Snæ­bjarn­ar­dótt­ir 18/​6 frá­köst, Madi­son Anne Sutt­on 15/​15 frá­köst, Am­andine Just­ine Toi 12/​9 stoðsend­ing­ar, Eva Wium Elías­dótt­ir 11/​4 frá­köst, Esther Mar­jolein Fokke 8/​4 frá­köst, Hrefna Ottós­dótt­ir 3, Katrín Eva Óla­dótt­ir 3, Hanna Gróa Hall­dórs­dótt­ir 2.

Frá­köst: 30 í vörn, 7 í sókn.

Val­ur: Dag­björt Dögg Karls­dótt­ir 18/​4 frá­köst, Ásta Júlía Gríms­dótt­ir 15/​8 frá­köst, Alyssa Marie Cer­ino 10/​6 frá­köst, Jiselle El­iza­beth Valent­ine Thom­as 7/​7 stoðsend­ing­ar, Guðbjörg Sverr­is­dótt­ir 4, Sara Líf Boama 4/​9 frá­köst, Anna Maria Kolyandrova 2/​4 frá­köst.

Frá­köst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Dóm­ar­ar: Krist­inn Óskars­son, Stefán Krist­ins­son, Guðmund­ur Ragn­ar Björns­son.

Áhorf­end­ur: 170

Þór Ak. 72:60 Val­ur opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert