Full fljótir að missa hausinn

Finnur Freyr Stefánsson.
Finnur Freyr Stefánsson. mbl.is/Ólafur Árdal

Vals­menn eru komn­ir með bakið upp við vegg eft­ir 11 stiga tap gegn Grinda­vík á Hlíðar­enda í kvöld. Staðan í ein­víg­inu er 2:1 fyr­ir Grinda­vík en þrjá leiki þarf til að kom­ast í undanúr­slit.

Grind­vík­ing­ar eru því komn­ir í undanúr­slit sigri þeir Val á sín­um heima­velli i Smár­an­um á mánu­dag­inn. Finn­ur Freyr Stef­áns­son þjálf­ari Vals hafði þetta að segja þegar hann var spurður út í ástæður þess að Val­ur tapaði í kvöld:

„Þeir gerðu vel varn­ar­lega finnst mér. Þeir voru að ýta okk­ur út úr okk­ar aðgerðum og þeir gerðu það vel. Við vor­um í basli með að koma okk­ar lyk­il­leik­mönn­um í stöður til að vera aggress­í­v­ir en þegar það tókst þá vor­um við ekki að nýta fær­in nægi­lega vel.“

Voru marg­ir af þínum leik­mönn­um að spila und­ir getu í kvöld?

„Já, já við erum van­ir að sjá meira frá mörg­um en það verður bara að hrósa Grind­vík­ing­um fyr­ir þeirra varn­ar­leik,“ sagði Finn­ur.

Hvað er það helst sem þú hefðir viljað sjá þína menn gera bet­ur til að ná bet­ir úr­slit­um hér á Hlíðar­enda í kvöld?

„Það er erfitt að segja svona strax eft­ir leik. Kannski þegar við vor­um bún­ir að spila góða vörn þá ná Grind­vík­ing­ar sókn­ar­frá­köst­um alltof oft og fá auka 14 sek­únd­ur. Við þurf­um að stoppa það. Strák­ar eins og Óli, Daniel og Arn­ór gerðu bara vel fyr­ir Grinda­vik í kvöld og pikkuðu vel upp fyr­ir sitt lið,“ sagði hann.

Næsti leik­ur er á mánu­dag­inn í Smár­an­um. Þar verða Vals­menn að vinna til að ná fram odda­leik hér á Hlíðar­enda. Hvað þarf til að vinna Grinda­vík á þeirra heima­velli?

„Við þurf­um bara að skoða okk­ar leik og finna ein­hverj­ar leiðir. Við þurf­um líka að end­urstilla haus­inn. Við vor­um full­fljót­ir að missa haus­inn á köfl­um. Við þurf­um að vera fókuseraðri.“

Er mik­ill mun­ur á leik Vals í leik 2 og 3 í sam­an­b­urði við leik núm­er 1 sem þið unnuð?

„Já það er margt en kannski aðallega að við erum ekki að ná að losa okk­ur jafn vel og við gerðum í fyrsta leikn­um en aft­ur, það þarf að hrósa Grinda­vík fyr­ir það,“ sagði Finn­ur Freyr í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka