Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí

Hilmar Pétursson og Dedrick Basile í leiknum í kvöld.
Hilmar Pétursson og Dedrick Basile í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tinda­stóll tryggði sér í kvöld sæti í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta. Liðið lagði Kefla­vík ör­ugg­lega í Sík­inu, 100:75, og vann þar með sann­fær­andi sig­ur í ein­víg­inu, 3:0. Kefl­vík­ing­ar eru því komn­ir í sum­ar­frí, tölu­vert fyrr en þeir hefðu viljað.

Heima­menn byrjuðu leik­inn mun bet­ur og komust meðal ann­ars í 20:8 í fyrsta leik­hluta. Kefl­vík­ing­ar voru af­leit­ir sókn­ar­lega og voru ein­ung­is með átta stig eft­ir níu mín­útna leik. Þrátt fyr­ir það náðu þeir að hanga í seil­ing­ar­fjar­lægð frá Tinda­stóli en mun­ur­inn að lokn­um fyrsta leik­hluta var átta stig, 22:14, en hefði hæg­lega getað verið tölu­vert meiri.

Ann­ar leik­hluti var svipaður að því leiti að heima­menn litu tölu­vert bet­ur út en ein­hvern veg­inn náðu þeir ekki að slíta sig al­menni­lega frá gest­un­um fyrr en und­ir blálok hálfleiks­ins. Þá kom góður kafli og þegar liðin gengu til bún­ings­her­bergja var mun­ur­inn 18 stig, 52:34. 

Ragn­ar Ágústs­son og Sa­dio Doucoure voru mætt­ir aft­ur í lið Tinda­stóls og lét sá síðar­nefndi svo sann­ar­lega vita af sér. Hann dró vagn­inn stiga­lega séð í fyrri hálfleik og þegar hon­um var lokið var hann stiga­hæst­ur á vell­in­um með 16 stig.

Þegar seinni hálfleik­ur hófst virt­ust heima­menn ætla að ganga frá leikn­um og komust meira en 20 stig­um yfir. Þá hins veg­ar kom loks­ins góður kafli frá gest­un­um sem minnkuðu mun­inn á auga­bragði niður í 12 stig svo Bene­dikt Guðmunds­son, þjálf­ari Tinda­stóls, neydd­ist til að taka leik­hlé.

Eft­ir leik­hléið virt­ust heima­menn ná takti aft­ur og var mun­ur­inn kom­inn aft­ur í 20 stig, jafn fljótt og hann fór niður í 12 stig skömmu áður. Virki­lega góður enda­sprett­ur heima­manna í leik­hlut­an­um varð til þess að mun­ur­inn var 22 stig fyr­ir fjórða og síðasta leik­hlut­ann.

Heima­menn byrjuðu fjórða leik­hlut­ann vel og var strax morg­un­ljóst að það væri eng­in end­ur­koma í kort­un­um hjá gest­un­um. Skag­f­irðing­ar gengu á lagið og unnu að lok­um afar sann­fær­andi 25 stiga sig­ur, 100:75.

Tinda­stóll kem­ur því til með að leika til undanúr­slita í Íslands­mót­inu á meðan Kefl­vík­ing­ar eru komn­ir í sum­ar­frí. Það er nokkuð ljóst að breyt­ing­ar munu eiga sér stað í sum­ar en Sig­urður Ingi­mund­ar­son verður vænt­an­lega ekki áfram þjálf­ari liðsins eft­ir að hafa tekið við liðinu til bráðabirgða í vet­ur. Þá er ljóst að ein­hverj­ir leik­menn hafa leikið sinn síðasta leik fyr­ir fé­lagið.

Stiga­hæst­ur í liði Tinda­stóls var Sa­dio Doucoure með 21 stig en hann tók einnig 11 frá­köst. Næst­ur kom Dedrick Deon Basile með 20 stig og 7 stoðsend­ing­ar.

Hjá Kefla­vík var Jaka Brodnik stiga­hæst­ur með 16 stig og 7 frá­köst en Ty-Shon Al­ex­and­er kom næst­ur með 14 stig.

Tinda­stóll 100:75 Kefla­vík opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert