Þetta er bara leikur áhlaupa

Jóhann Þór Ólafsson.
Jóhann Þór Ólafsson. mbl.is/Karítas

Grinda­vík er í dauðafæri á að slá Val út í 8-liða úr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta eft­ir sig­ur á Hlíðar­enda í kvöld. Staðan er 2:1 í ein­víg­inu og dug­ir Grind­vík­ing­um sig­ur á sín­um heima­velli næsta mánu­dag til að kom­ast í undanúr­slit.

Jó­hann Þór Ólafs­son, þjálf­ari Grinda­vík­ur, var að von­um ánægður með úr­slit­in í kvöld og hrósaði varn­ar­leik Grinda­vík­ur þegar mbl.is náði af hon­um tali.

Hvað skóp sig­ur Grinda­vík­ur í kvöld?

„Varn­ar­leik­ur­inn okk­ar er hrika­lega góður og það er það sem er að gefa okk­ur þenn­an sig­ur og þess­ar frammistöður í þess­ari seríu. Við erum bún­ir að vera mjög sterk­ir í vörn, sér­stak­lega í leik 2 og 3,“ sagði Jó­hann.

Grind­vík­ing­um tekst að halda helstu nöfn­um Vals í skefj­um í kvöld. Það ná aðeins tveir leik­menn Vals að setja fleiri en tíu stig. Eru Grind­vík­ing­ar komn­ir með góð tök á Vals­mönn­um?

„Við leggj­um þetta upp á ákveðinn hátt og við höf­um svo sem haldið okk­ur við sama plan alla leik­ina. Jos­hua Jef­fer­son setti fannst mér nokk­ur erfið þriggja stiga skot sem er vel gert hjá hon­um. Við gát­um ekk­ert gert í því og Vals­menn eru bara með svaka­legt lið sem þýðir að við þurf­um að vera mjög aktíf­ir varn­ar­lega því þeir eru með ógn­ir alls staðar en það tókst í kvöld og skilaði okk­ur sigr­in­um,“ sagði hann.

Það koma sér­stak­lega tveir kafl­ar í leikn­um þar sem Grinda­vík er með gott for­skot en Vals­menn ná að vinna það upp á nán­ast eng­um tíma. Hvað er að ger­ast á þess­um tíma­punkt­um í ykk­ar leik?

„Þetta er bara leik­ur áhlaupa og þeir eru mjög góðir en við erum það líka þannig að það sem er að ger­ast þarna er bara það að þeim er að tak­ast að ná ár­angri í sínu áhlaupi sem kost­ar okk­ur þessi for­skot á þess­um tíma­punkt­um.

Þetta er bara svona fram og til baka. Þannig er þetta og þannig verður þetta. En ég verð bara að hrósa mínu liði fyr­ir það hvernig þeir halda haus og halda leik­skipu­lagi. Það er ekk­ert auðvelt að gera það í svona leikj­um,“ sagði Jó­hann.

Þið vænt­an­lega ætlið að klára þetta í Smár­an­um á mánu­dags­kvöldið. Hvað þarf til að það tak­ist?

„Við þurf­um að ná okk­ur niður á jörðina. Ég hef svo sem ekki áhyggj­ur af því. Við erum með reynslu í þessu liði og vit­um að við erum langt frá því að vera komn­ir í gegn­um þessa seríu og þurf­um bara að ná end­ur­heimt og standa klár­ir og vera til­bún­ir á mánu­dag­inn,“ sagði Jó­hann Þór Ólafs­son að lok­um í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka