Glæsilegar fréttir fyrir Álftanes

Haukur Helgi Pálsson skýtur að körfu Álftaness í öðrum leik.
Haukur Helgi Pálsson skýtur að körfu Álftaness í öðrum leik. mbl.is/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Landsliðsmaður­inn Hauk­ur Helgi Páls­son hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við Álfta­nes og verður hann hjá fé­lag­inu næstu tvö ár.

Er um afar góðar frétt­ir fyr­ir Álfta­nes að ræða en liðið mæt­ir Njarðvík á úti­velli í þriðja leik liðanna í átta liða úr­slit­um Íslands­móts­ins í Njarðvík í kvöld. Álfta­nes er með 2:0 for­ystu í ein­víg­inu og sig­ur í kvöld trygg­ir liðinu sæti í undanúr­slit­un­um.

Hauk­ur, sem er 32 ára, kom til Álfta­ness fyr­ir síðustu leiktíð og hef­ur átt stór­an þátt í upprisu liðsins, sem var nýliði í efstu deild er Hauk­ur kom til fé­lags­ins.

Hann er upp­al­inn hjá Fjölni en hef­ur einnig leikið með Njarðvík hér á landi. Sem at­vinnumaður lék hann á Spáni, í Frakklandi, Rússlandi og Svíþjóð en kom aft­ur heim árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert