ÍR enn á lífi eftir spennutrylli

Hákon Örn Hjálmarsson úr ÍR sækir að körfu Stjörnunnar í …
Hákon Örn Hjálmarsson úr ÍR sækir að körfu Stjörnunnar í kvöld. Ægir Þór Steinarsson er til varnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

ÍR er áfram á lífi á Íslands­móti karla í körfu­bolta eft­ir útisig­ur á Stjörn­unni, 89:87, í mikl­um spennu­trylli í þriðja leik liðanna í átta liða úr­slit­un­um í kvöld.

Staðan í ein­víg­inu er nú 2:1 og mistókst Stjörn­unni að fara áfram í átta liða úr­slit, í bili hið minnsta.

Í upp­hafi leiks sýndu gest­irn­ir í ÍR að þeir höfðu eng­an áhuga á að fara í sum­ar­frí. Þeir voru með und­ir­tök­in all­an fyrri hálfleik og var staðan eft­ir hann 54:46 eft­ir 27:23-sig­ur í fyrsta og öðrum leik­hluta.

Mun­ur­inn varð síðan mest­ur 18 stig í þriðja leik­hluta í stöðunni 75:57. Stjarn­an neitaði að gef­ast upp og munaði tíu stig­um fyr­ir fjórða og síðasta leik­hlut­ann.

Stjörnu­menn héldu áfram að minnka mun­inn í hon­um en eft­ir æsi­leg­ar loka­sek­únd­ur tókst ÍR-ing­um að halda út, eft­ir að Kristján Fann­ar Ing­ólfs­son skoraði aðeins úr einu víti af tveim­ur er hann fékk tæki­færi til að jafna fyr­ir Stjörn­una þegar rúm ein sek­únda var eft­ir.

Fjórði leik­ur­inn fer fram í Breiðholti næst­kom­andi þriðju­dags­kvöld.

Matej Kavas var stiga­hæst­ur hjá ÍR með 25 stig. Zar­ko Jukic gerði 20 og tók ell­efu frá­köst. Hilm­ar Smári Henn­ings­son skoraði 24 stig fyr­ir Stjörn­una. Ægir Þór Stein­ars­son skoraði 21 stig, tók sjö frá­köst og gaf átta stoðsend­ing­ar.

Stjarn­an - ÍR 87:89

Um­hyggju­höll­in, Bón­us deild karla, 11. apríl 2025.

Gang­ur leiks­ins:: 3:7, 12:12, 16:19, 20:27, 30:32, 35:37, 40:44, 46:52, 52:62, 57:70, 65:75, 67:77, 72:79, 76:81, 82:86, 87:89.

Stjarn­an: Hilm­ar Smári Henn­ings­son 24/​7 frá­köst, Ægir Þór Stein­ars­son 21/​7 frá­köst/​8 stoðsend­ing­ar, Orri Gunn­ars­son 13/​3 var­in skot, Shaquille Rombley 13/​8 frá­köst, Jase Febr­es 12, Júlí­us Orri Ágústs­son 2, Bjarni Guðmann Jón­son 1, Kristján Fann­ar Ing­ólfs­son 1.

Frá­köst: 21 í vörn, 8 í sókn.

ÍR: Matej Kavas 25/​6 frá­köst, Zar­ko Jukic 20/​11 frá­köst, Jacob Fal­ko 17/​9 stoðsend­ing­ar, Dani Kolj­an­in 14, Há­kon Örn Hjálm­ars­son 6/​7 frá­köst, Coll­in Ant­hony Pryor 4/​4 frá­köst, Oscar Jor­gensen 3.

Frá­köst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Dóm­ar­ar: .

Áhorf­end­ur: 232

Stjarn­an 87:89 ÍR opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka