ÍR er áfram á lífi á Íslandsmóti karla í körfubolta eftir útisigur á Stjörnunni, 89:87, í miklum spennutrylli í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitunum í kvöld.
Staðan í einvíginu er nú 2:1 og mistókst Stjörnunni að fara áfram í átta liða úrslit, í bili hið minnsta.
Í upphafi leiks sýndu gestirnir í ÍR að þeir höfðu engan áhuga á að fara í sumarfrí. Þeir voru með undirtökin allan fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 54:46 eftir 27:23-sigur í fyrsta og öðrum leikhluta.
Munurinn varð síðan mestur 18 stig í þriðja leikhluta í stöðunni 75:57. Stjarnan neitaði að gefast upp og munaði tíu stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.
Stjörnumenn héldu áfram að minnka muninn í honum en eftir æsilegar lokasekúndur tókst ÍR-ingum að halda út, eftir að Kristján Fannar Ingólfsson skoraði aðeins úr einu víti af tveimur er hann fékk tækifæri til að jafna fyrir Stjörnuna þegar rúm ein sekúnda var eftir.
Fjórði leikurinn fer fram í Breiðholti næstkomandi þriðjudagskvöld.
Matej Kavas var stigahæstur hjá ÍR með 25 stig. Zarko Jukic gerði 20 og tók ellefu fráköst. Hilmar Smári Henningsson skoraði 24 stig fyrir Stjörnuna. Ægir Þór Steinarsson skoraði 21 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar.
Umhyggjuhöllin, Bónus deild karla, 11. apríl 2025.
Gangur leiksins:: 3:7, 12:12, 16:19, 20:27, 30:32, 35:37, 40:44, 46:52, 52:62, 57:70, 65:75, 67:77, 72:79, 76:81, 82:86, 87:89.
Stjarnan: Hilmar Smári Henningsson 24/7 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 21/7 fráköst/8 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 13/3 varin skot, Shaquille Rombley 13/8 fráköst, Jase Febres 12, Júlíus Orri Ágústsson 2, Bjarni Guðmann Jónson 1, Kristján Fannar Ingólfsson 1.
Fráköst: 21 í vörn, 8 í sókn.
ÍR: Matej Kavas 25/6 fráköst, Zarko Jukic 20/11 fráköst, Jacob Falko 17/9 stoðsendingar, Dani Koljanin 14, Hákon Örn Hjálmarsson 6/7 fráköst, Collin Anthony Pryor 4/4 fráköst, Oscar Jorgensen 3.
Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: .
Áhorfendur: 232