Elvar frábær í mikilvægum sigri

Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. mbl.is/Ólafur Árdal

Landsliðsmaður­inn Elv­ar Már Friðriks­son fór á kost­um í mik­il­væg­um sigri Mar­oussi á Lavrio, 90:85, á heima­velli í grísku úr­vals­deild­inni í körfu­bolta í dag. 

Mar­oussi er í mik­illi fall­bar­áttu en liðið er í neðsta sæti deild­ar­inn­ar með sex sigra og 18 töp. Lavrio er með sjö sigra og 17 töp í næst­neðsta sæti og því var leik­ur­inn gríðarlega mik­il­væg­ur. Aðeins eitt lið fell­ur. 

Elv­ar Már var stiga­hæst­ur allra með 28 stig en hann tók einnig tvö frá­köst og gaf átta stoðsend­ing­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert