Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í mikilvægum sigri Maroussi á Lavrio, 90:85, á heimavelli í grísku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.
Maroussi er í mikilli fallbaráttu en liðið er í neðsta sæti deildarinnar með sex sigra og 18 töp. Lavrio er með sjö sigra og 17 töp í næstneðsta sæti og því var leikurinn gríðarlega mikilvægur. Aðeins eitt lið fellur.
Elvar Már var stigahæstur allra með 28 stig en hann tók einnig tvö fráköst og gaf átta stoðsendingar.