Með þrefalda tvennu að meðaltali í leik

Nikola Jokic átti stórleik í nótt.
Nikola Jokic átti stórleik í nótt. AFP/Dustin Bradford

Serbinn Ni­kola Jokić var í nótt sá þriðji í sögu banda­rísku NBA-deild­ar­inn­ar í körfu­bolta til þess að vera með þre­falda tvennu að meðaltali í leik 

Hann skoraði 26 stig, tók 16 frá­köst og gaf 13 stoðsend­ing­ar þegar liðið hans, Den­ver Nug­gets, sigraði Memp­his Grizzlies 117:109 í nótt.

 Hann end­ar því tíma­bilið að meðaltali með tveggja stafa tölu í stig­um, frá­köst­um og stoðsend­ing­um í leik en aðeins einn leik­ur er eft­ir hjá Den­ver.

Hann er sá þriðji til þess að ná þess­um áfanga en Oscar Robert­son gerði það tíma­bilið 1961/​62 með Cinc­innati Royals og Rus­sell West­brook, liðsfé­lagi Jokić, hef­ur gert það fjór­um sinn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert