Serbinn Nikola Jokić var í nótt sá þriðji í sögu bandarísku NBA-deildarinnar í körfubolta til þess að vera með þrefalda tvennu að meðaltali í leik
Hann skoraði 26 stig, tók 16 fráköst og gaf 13 stoðsendingar þegar liðið hans, Denver Nuggets, sigraði Memphis Grizzlies 117:109 í nótt.
Hann endar því tímabilið að meðaltali með tveggja stafa tölu í stigum, fráköstum og stoðsendingum í leik en aðeins einn leikur er eftir hjá Denver.
Nikola Jokić notched his 34th triple-double of the season on the night he entered the triple-double history books!
— NBA (@NBA) April 12, 2025
🃏 26 PTS
🃏 16 REB
🃏 13 AST
Nuggets get a vital win in the Western Conference standings 🔥 pic.twitter.com/5Gb7bOqdDg
Hann er sá þriðji til þess að ná þessum áfanga en Oscar Robertson gerði það tímabilið 1961/62 með Cincinnati Royals og Russell Westbrook, liðsfélagi Jokić, hefur gert það fjórum sinnum.