Oddaleikur í Hafnarfirði eftir háspennu

Tinna Guðrún Alexandersdóttir sækir að körfu Grindavíkur í dag. Ena …
Tinna Guðrún Alexandersdóttir sækir að körfu Grindavíkur í dag. Ena Viso er til varnar. mbl.is/Eyþór

Hauk­ar jöfnuðu í kvöld ein­vígið sitt við Grinda­vík í átta liða úr­slit­um Íslands­móts kvenna í körfu­bolta í 2:2 og leika liðin því odda­leik á miðviku­dags­kvöldið um sæti í undanúr­slit­um.

Grinda­vík vann tvo fyrstu leiki ein­víg­is­ins en Hauk­ar hafa nú svarað með tveim­ur sigr­um og fá odda­leik á heima­velli. Urðu loka­töl­urn­ar í kvöld 86:81.

Leik­ur­inn var gríðarlega jafn og spenn­andi all­an tím­ann og varð mun­ur­inn aldrei meiri en fimm stig en liðin skipt­ust á að vera með nauma for­ystu.

Hauk­ar unnu fyrsta leik­hlut­ann 26:22 en Grinda­vík svaraði með 22:16 sigri í öðrum leik­hluta og var staðan í hálfleik því 44:42, Grinda­vík í vil.

Liðin skipt­ust á að vera með for­yst­una all­an seinni hálfleik­inn en staðan fyr­ir fjórða og síðasta leik­hlut­ann var 64:62, Hauk­um í vil.

Í fjórða leik­hluta skipt­ust liðin á að skora en tvær þriggja stiga körf­ur frá Tinnu Guðrúnu Al­ex­and­ers­dótt­ur í lok­in reynd­ust Hauk­um dýr­mæt­ar og fóru gest­irn­ir að lok­um með naum­an sig­ur af hólmi.

Tinna Guðrún var stiga­hæst hjá Hauk­um með 32 stig. Lore Devos gerði 17. Daisha Bra­dford átti stór­leik fyr­ir Grinda­vík, skoraði 31 stig og tók 13 frá­köst. Mari­ana Dur­an lék einnig mjög vel, skoraði 16 stig, tók níu frá­köst og gaf átta stoðsend­ing­ar.

Grinda­vík 81:86 Hauk­ar opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert