Verðum virkilega tilbúnir í næsta leik

Kjartan Atli Kjartansson.
Kjartan Atli Kjartansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjart­an Atli Kjart­ans­son þjálf­ari Álfta­ness var að von­um ekki kát­ur með helst til stórt tap gegn Njarðvík í gær­kvöldi. Álfta­nes er þó enn í kjör­stöðu því liðinu næg­ir enn þá sig­ur á þriðju­dag­inn þegar liðin mæt­ast aft­ur í 8 liða úr­slit­um til að kom­ast áfram í undanúr­slit.

Við spurðum Kjart­an út í leik­inn í gær­kvöld og af hverju lið hans tapaði svona stórt eft­ir að hafa átt mjög fín­an fyrri hálfleik og verið betra liðið.

„Við leidd­um í 15 mín­út­ur í fyrri hálfleik. Síðan fór bara takt­ur­inn yfir til þeirra. Þeir fönguðu stemmn­ing­una og gerðu það mjög vel. Þeir fóru að spila á okk­ur svæðis­vörn og við vor­um í smá tíma að átta okk­ur á henni en á meðan hittu þeir gríðarlega vel.

Bolt­inn sog­ast oft í ork­una. Þeir voru mjög orku­mikl­ir og þeir bara fönguðu augna­blikið sem var mjög vel gert hjá þeim.“

Stemmn­ing­in í kvöld var gríðarleg hjá báðum liðum. Álft­nes­ing­ar sátu á efstu stúk­um húss­ins í kvöld. Mega Njarðvík­ing­ar eiga von á hefnd­um í leikn­um á þriðju­dag­inn?

„Það verður bara brjáluð stemmn­ing held ég. Ann­ars er ég bara að þjálfa liðið, þannig ef þú ert að spá í ein­hverri skipu­lagn­ingu eða eitt­hvað svo­leiðis þá veit ég ekki hvernig það verður. Ég býst bara við því að það verði virki­lega öfl­ug stemmn­ing.

Fólkið okk­ar er búið að styðja gríðarlega vel við okk­ur frá degi eitt og er bara með okk­ur í þess­ari veg­ferð. En ég er strax far­inn að hlakka til leiks­ins á þriðju­dag­inn og ég get ekki beðið eft­ir næsta leik.

Núna bara hefst þessi vinna að greina þenn­an leik og fara yfir það sem fór úr­skeiðis og hvað við get­um gert bet­ur. Síðan þurf­um við bara að fara að stilla okk­ur inn á næsta leik og mæta með kass­ann úti. Þannig lið erum við og þannig lið verðum við. Það er bara næsta verk­efni.

Við mun­um mæta virki­lega vel gíraðir í leik­inn á þriðju­dag. Við verðum virki­lega til­bún­ir í leik­inn og ætl­um okk­ur að slá Njarðvík út,“ sagði Kjart­an Atli í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert