Clippers beint í úrslitakeppnina eftir góðan sigur

James Harden fór á kostum í kvöld.
James Harden fór á kostum í kvöld. AFP/Ezra Shaw

Los Ang­eles Clip­p­ers mun mæta Den­ver Nug­gets í átta liða úr­slit­um Vest­ur­deild­ar NBA-deild­ar karla í körfu­bolta eft­ir sig­ur á Gold­en State Warri­ors, 124:119, eft­ir fram­lengd­an leik í San Frans­isco í kvöld. 

Lokaum­ferðin fór fram í kvöld en Gold­en State hafn­ar í sjö­unda sæti og mun mæta Memp­his Grizzlies í um­spili um sæti í úr­slita­keppn­inni. 

James Har­den skoraði 39 stig, tók sjö frá­köst og gaf tíu stoðsend­ing­ar í liði Clip­p­ers en Steph Curry skoraði 36 stig, tók þrjú frá­köst og gaf sex stoðsend­ing­ar í liði Gold­en State. 

Í um­spili Vest­ur­deild­ar­inn­ar mæt­ast Gold­en State og Memp­his í San Frans­isco en sig­urliðið mæt­ir Hou­st­on Rockets í úr­slita­keppn­inni. Tapliðið mun þá mæta Sacra­mento Kings eða Dallas Mavericks og mun sig­ur­veg­ar­inn úr því ein­vígi mæta Okla­homa City Tund­er, toppliði Vestu­deild­ar­inn­ar, í úr­slita­keppn­inni. 

Þá munu Los Ang­eles Lakers og Minnesota Timberwol­ves einnig mæt­ast. 

Í Aust­ur­deild­inni mun­un New York Knicks og Detroit Pist­ons mæt­ast og Indi­ana Pacers og Milwaukee Bucks. 

Þá munu Or­lando Magic og Atlanta Hawks mæt­ast í um­spils­leik um sjö­unda sætið. Sig­urliðið þar mæt­ir NBA-meist­ur­um Bost­on Celtics í úr­slita­keppn­inni. Tapliðið mun mæta Chicago Bulls eða Miami Heat og berj­ast um átt­unda sætið. Sig­urliðið úr þeirri viður­eig­in mæt­ir Cleve­land Ca­valiers, toppliði Aust­ur­deild­ar­inn­ar. 

Öll úr­slit kvölds­ins: 

Milwaukee Bucks - Detroit Pist­ons 140:133
Phila­delp­hia 76ers - Chicago Bulls 102:122
Miami Heat - Washingt­on Wiz­ards 118:119
Cleve­land Ca­valiers - Indi­ana Pacers 118:126
Brook­lyn Nets - New York Knicks 105:113
Bost­on Celtics - Char­lotte Hornets 93:86
Atlanta Hawks -- Or­lando Magic 117:105
Sacra­mento Kings - Pho­neix Suns 109:98
Port­land Trail Blazers - Los Ang­eles Lakers 109:81
Gold­en State Warri­ors - Los Ang­eles Clip­p­ers 119:124
San Ant­onio Spurs - Toronto Raptors 125:118
New Or­le­ans Pelicans - Okla­homa City Tund­er 100:115
Minnesota Timberwol­ves - Utah Jazz 116:105
Memp­his Grizzlies - Dallas Mavericks 132:97
Hou­st­on Rockets - Den­ver Nug­gets 111:126

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert