Los Angeles Clippers mun mæta Denver Nuggets í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA-deildar karla í körfubolta eftir sigur á Golden State Warriors, 124:119, eftir framlengdan leik í San Fransisco í kvöld.
Lokaumferðin fór fram í kvöld en Golden State hafnar í sjöunda sæti og mun mæta Memphis Grizzlies í umspili um sæti í úrslitakeppninni.
James Harden skoraði 39 stig, tók sjö fráköst og gaf tíu stoðsendingar í liði Clippers en Steph Curry skoraði 36 stig, tók þrjú fráköst og gaf sex stoðsendingar í liði Golden State.
Í umspili Vesturdeildarinnar mætast Golden State og Memphis í San Fransisco en sigurliðið mætir Houston Rockets í úrslitakeppninni. Tapliðið mun þá mæta Sacramento Kings eða Dallas Mavericks og mun sigurvegarinn úr því einvígi mæta Oklahoma City Tunder, toppliði Vestudeildarinnar, í úrslitakeppninni.
Þá munu Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves einnig mætast.
Í Austurdeildinni munun New York Knicks og Detroit Pistons mætast og Indiana Pacers og Milwaukee Bucks.
Þá munu Orlando Magic og Atlanta Hawks mætast í umspilsleik um sjöunda sætið. Sigurliðið þar mætir NBA-meisturum Boston Celtics í úrslitakeppninni. Tapliðið mun mæta Chicago Bulls eða Miami Heat og berjast um áttunda sætið. Sigurliðið úr þeirri viðureigin mætir Cleveland Cavaliers, toppliði Austurdeildarinnar.
Öll úrslit kvöldsins:
Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 140:133
Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 102:122
Miami Heat - Washington Wizards 118:119
Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 118:126
Brooklyn Nets - New York Knicks 105:113
Boston Celtics - Charlotte Hornets 93:86
Atlanta Hawks -- Orlando Magic 117:105
Sacramento Kings - Phoneix Suns 109:98
Portland Trail Blazers - Los Angeles Lakers 109:81
Golden State Warriors - Los Angeles Clippers 119:124
San Antonio Spurs - Toronto Raptors 125:118
New Orleans Pelicans - Oklahoma City Tunder 100:115
Minnesota Timberwolves - Utah Jazz 116:105
Memphis Grizzlies - Dallas Mavericks 132:97
Houston Rockets - Denver Nuggets 111:126