Hamar er kominn í undanúrslit í umspilinu um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir heimasigur á Snæfelli, 99:85, í Hveragerði í kvöld.
Hamarsmenn munu mæta Fjölni í undanúrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitaeinvígið.
Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast síðan Ármann og Breiðablik en fyrstu leikirnir verða næsta miðvikudagskvöld.
Snæfell var yfir eftir fyrsta leikhluta, 22:17, en Hamar vann annan leikhluta með 14 stigum, 28:14, og fór níu stigum yfir til búningsklefa, 45:36.
Í seinni hálfleik voru Hamarsmenn einnig sterkari og unnu góðan sigur.
Jose Medina skoraði 29 stig, tók þrjú fráköst og gaf tólf stoðsendingar í liði Hamars en Birkir Máni Daðason skoraði 24.
Hjá Snæfelli skoraði Khalyl Jevon Waters 30 stig, tók níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Hveragerði, 1. deild karla, 13. apríl 2025.
Gangur leiksins:: 5:5, 10:12, 12:14, 17:22, 22:28, 26:30, 33:34, 45:36, 49:40, 60:46, 64:55, 76:60, 80:67, 83:69, 90:70, 99:85.
Hamar: Jose Medina Aldana 29/12 stoðsendingar, Birkir Máni Daðason 24/7 fráköst, Jaeden Edmund King 19/12 fráköst/7 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 15/9 fráköst, Daníel Sigmar Kristjánsson 5/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 4/6 fráköst, Lúkas Aron Stefánsson 3.
Fráköst: 33 í vörn, 9 í sókn.
Snæfell: Khalyl Jevon Waters 30/9 fráköst, Sturla Böðvarsson 11, Juan Luis Navarro 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Matt Treacy 10/8 stoðsendingar, Aron Ingi Hinriksson 8, Ísak Örn Baldursson 7, Alex Rafn Guðlaugsson 5/5 fráköst, Hjörtur Jóhann Sigurðsson 3, Alejandro Rubiera Raposo 1/4 fráköst.
Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.
Áhorfendur: 300