Hamarsmenn í undanúrslit eftir oddaleik

Jose Medina skoraði 29 stig fyrir Hamar.
Jose Medina skoraði 29 stig fyrir Hamar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ham­ar er kom­inn í undanúr­slit í um­spil­inu um sæti í úr­vals­deild karla í körfu­bolta eft­ir heima­sig­ur á Snæ­felli, 99:85, í Hvera­gerði í kvöld. 

Ham­ars­menn munu mæta Fjölni í undanúr­slita­ein­víg­inu en þrjá sigra þarf til að kom­ast í úr­slita­ein­vígið. 

Í hinu undanúr­slita­ein­víg­inu mæt­ast síðan Ármann og Breiðablik en fyrstu leik­irn­ir verða næsta miðviku­dags­kvöld. 

Snæ­fell var yfir eft­ir fyrsta leik­hluta, 22:17, en Ham­ar vann ann­an leik­hluta með 14 stig­um, 28:14, og fór níu stig­um yfir til bún­ings­klefa, 45:36. 

Í seinni hálfleik voru Ham­ars­menn einnig sterk­ari og unnu góðan sig­ur. 

Jose Med­ina skoraði 29 stig, tók þrjú frá­köst og gaf tólf stoðsend­ing­ar í liði Ham­ars en Birk­ir Máni Daðason skoraði 24. 

Hjá Snæ­felli skoraði Khalyl Jevon Waters 30 stig, tók níu frá­köst og gaf þrjár stoðsend­ing­ar. 

Ham­ar - Snæ­fell 99:85

Hvera­gerði, 1. deild karla, 13. apríl 2025.

Gang­ur leiks­ins:: 5:5, 10:12, 12:14, 17:22, 22:28, 26:30, 33:34, 45:36, 49:40, 60:46, 64:55, 76:60, 80:67, 83:69, 90:70, 99:85.

Ham­ar: Jose Med­ina Ald­ana 29/​12 stoðsend­ing­ar, Birk­ir Máni Daðason 24/​7 frá­köst, Jaeden Ed­mund King 19/​12 frá­köst/​7 stoðsend­ing­ar, Foti­os Lampropou­los 15/​9 frá­köst, Daní­el Sig­mar Kristjáns­son 5/​4 frá­köst, Ragn­ar Ag­ust Nathana­els­son 4/​6 frá­köst, Lúkas Aron Stef­áns­son 3.

Frá­köst: 33 í vörn, 9 í sókn.

Snæ­fell: Khalyl Jevon Waters 30/​9 frá­köst, Sturla Böðvars­son 11, Juan Luis Navarro 10/​7 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Matt Treacy 10/​8 stoðsend­ing­ar, Aron Ingi Hinriks­son 8, Ísak Örn Bald­urs­son 7, Alex Rafn Guðlaugs­son 5/​5 frá­köst, Hjört­ur Jó­hann Sig­urðsson 3, Al­ej­andro Ru­biera Ra­poso 1/​4 frá­köst.

Frá­köst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Dóm­ar­ar: Bjarki Þór Davíðsson, Birg­ir Örn Hjörv­ars­son, Bjarni Hlíðkvist Krist­mars­son.

Áhorf­end­ur: 300

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert