Jón Axel flottur í sterkum sigri

Jón Axel Guðmundsson með boltann í lek með íslenska landsliðinu.
Jón Axel Guðmundsson með boltann í lek með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Jón Axel Guðmunds­son spilaði vel í sigri San Pablo Burgos á Oviedo í spænsku B-deild­inni í körfu­bolta í dag en leik­ur­inn endaði með sex stiga sigri San Pablo Burgos, 78:72.

Jón Axel skoraði 14 stig, tók fimm frá­köst og gaf fimm stoðsend­ing­ar á rétt rúm­um 30 spiluðum mín­út­um í dag og var hann næst stiga­hæst­ur sinna manna.

Með sigr­in­um í dag styrkti San Pablo Burgos stöðu sína á toppi deild­ar­inn­ar en liðið er nú þrem­ur stig­um á und­an Fu­en­la­brada. Aðeins efsta lið deild­ar­inn­ar fer sjálf­krafa upp í A-deild­ina en liðin sem lenda í 2.-9. sæti fara í um­spil um að kom­ast upp um deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka