Valskonur sterkari í lokin og í undanúrslit

Guðbjörg Sverrisdóttir og Karen Lind Helgadóttir eigast við.
Guðbjörg Sverrisdóttir og Karen Lind Helgadóttir eigast við. mbl.is/Ólafur Árdal

Val­ur tryggði sér sæti í undanúr­slit­um Íslands­móts kvenna í körfu­bolta með heima­sigri á Þór, 75:70, í fjórða leik liðanna á Hlíðar­enda í kvöld. Val­ur vann ein­vígið 3:1 og eru Þórsar­ar komn­ir í sum­ar­frí.

Leik­ur­inn í kvöld var kafla­skipt­ur. Val­ur byrjaði með lát­um og náði snemma ell­efu stiga for­skoti. Var staðan eft­ir fyrsta leik­hluta 22:16, Val í vil.

Þórsar­ar höfðu lít­inn áhuga á að fara í frí, því þeir svöruðu með 22:12-sigri í öðrum leik­hluta og var staðan í hálfleik 38:34, Þór í Vil.

Þór hélt for­skot­inu all­an þriðja leik­hluta en illa gekk að hrista Valsliðið af sér og munaði þrem­ur stig­um fyr­ir fjórða og síðasta leik­hlut­ann.

Þar reynd­ust Valskon­ur sterk­ari. Þær unnu leik­hlut­ann 19:9 og leik­inn í leiðinni 75:70.

Jiselle Thom­as skoraði 25 stig fyr­ir Val og Dag­björt Dögg Karls­dótt­ir gerði 19. Maddie Sutt­on skoraði 26 stig og tók 14 frá­köst fyr­ir Þór og Am­andine Toi gerði 14 stig.

Val­ur - Þór Ak. 75:70

N1-höll­in á Hlíðar­enda, Bón­us deild kvenna, 13. apríl 2025.

Gang­ur leiks­ins:: 8:0, 11:5, 16:10, 22:16, 24:23, 28:25, 30:33, 34:38, 39:46, 45:52, 47:57, 56:61, 61:64, 63:66, 69:68, 75:70.

Val­ur: Jiselle El­iza­beth Valent­ine Thom­as 25/​5 frá­köst, Dag­björt Dögg Karls­dótt­ir 19, Alyssa Marie Cer­ino 18/​12 frá­köst, Guðbjörg Sverr­is­dótt­ir 7/​6 frá­köst, Ásta Júlía Gríms­dótt­ir 4/​7 frá­köst, Sara Líf Boama 2/​11 frá­köst.

Frá­köst: 32 í vörn, 10 í sókn.

Þór Ak.: Madi­son Anne Sutt­on 26/​14 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Am­andine Just­ine Toi 14, Esther Mar­jolein Fokke 13, Hanna Gróa Hall­dórs­dótt­ir 8, Eva Wium Elías­dótt­ir 7, Emma Karólína Snæ­bjarn­ar­dótt­ir 2/​8 frá­köst.

Frá­köst: 26 í vörn, 5 í sókn.

Dóm­ar­ar: Sig­mund­ur Már Her­berts­son, Jakob Árni Ísleifs­son, Sig­ur­bald­ur Frí­manns­son.

Áhorf­end­ur: 127

Val­ur 75:70 Þór Ak. opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert