Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta með heimasigri á Þór, 75:70, í fjórða leik liðanna á Hlíðarenda í kvöld. Valur vann einvígið 3:1 og eru Þórsarar komnir í sumarfrí.
Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Valur byrjaði með látum og náði snemma ellefu stiga forskoti. Var staðan eftir fyrsta leikhluta 22:16, Val í vil.
Þórsarar höfðu lítinn áhuga á að fara í frí, því þeir svöruðu með 22:12-sigri í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 38:34, Þór í Vil.
Þór hélt forskotinu allan þriðja leikhluta en illa gekk að hrista Valsliðið af sér og munaði þremur stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.
Þar reyndust Valskonur sterkari. Þær unnu leikhlutann 19:9 og leikinn í leiðinni 75:70.
Jiselle Thomas skoraði 25 stig fyrir Val og Dagbjört Dögg Karlsdóttir gerði 19. Maddie Sutton skoraði 26 stig og tók 14 fráköst fyrir Þór og Amandine Toi gerði 14 stig.
N1-höllin á Hlíðarenda, Bónus deild kvenna, 13. apríl 2025.
Gangur leiksins:: 8:0, 11:5, 16:10, 22:16, 24:23, 28:25, 30:33, 34:38, 39:46, 45:52, 47:57, 56:61, 61:64, 63:66, 69:68, 75:70.
Valur: Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 25/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 19, Alyssa Marie Cerino 18/12 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/7 fráköst, Sara Líf Boama 2/11 fráköst.
Fráköst: 32 í vörn, 10 í sókn.
Þór Ak.: Madison Anne Sutton 26/14 fráköst/5 stoðsendingar, Amandine Justine Toi 14, Esther Marjolein Fokke 13, Hanna Gróa Halldórsdóttir 8, Eva Wium Elíasdóttir 7, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 2/8 fráköst.
Fráköst: 26 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jakob Árni Ísleifsson, Sigurbaldur Frímannsson.
Áhorfendur: 127