Grindavik er betra lið

Finnur Freyr Stefánsson á hliðarlínunni í kvöld.
Finnur Freyr Stefánsson á hliðarlínunni í kvöld. mbl.is/Eyþór

Íslands­meist­ar­ar Vals eru komn­ir í sum­ar­frí eft­ir tap gegn Grinda­vík í 8 liða úr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta í kvöld. Vals­menn unnu fyrsta leik liðanna í ein­víg­inu en í kjöl­farið komu 3 sigr­ar í röð hjá Grinda­vík sem fer í undanúr­slit.

Vals­menn leiddu nán­ast all­an leik­inn í kvöld og náðu nokkr­um sinn­um 12 stiga for­skoti í leikn­um. Það var síðan í fjórða leik­hluta sem Vals­menn misstu leik­inn frá sér.

Finn­ur Freyr Stef­áns­son þjálf­ari Vals var að von­um svekkt­ur með úr­slit­in í kvöld þegar mbl.is spurði hann hvað hefði valdið því að Val­ur missti leik­inn frá sér í fjórða leik­hluta.

„Þetta er svipaður takt­ur og var í síðustu tveim­ur leikj­um á und­an. Þegar við för­um að hægja á okk­ur og hætt­um að gera hlut­ina jafn vel og við vor­um að gera í fyrri hálfleik þá fara Grind­vík­ing­ar að spila frá­bæra vörn og setja niður stór skot sem við á sama tíma erum að klikka á.

Grinda­vik er betra lið. Það er ekk­ert hægt að segja annað og það vegni þeim vel sem og öðrum liðum í úr­slita­keppn­inni.“

Ef við grein­um leik­inn ör­lítið bet­ur. Hvað breyt­ist í fjórða leik­hluta eft­ir að þið kom­ist ít­rekað 12 stig­um yfir í fyrri hálfleik, leiðið með 11 stiga mun í hálfleik og þriggja stiga mun eft­ir þriðja leik­hluta?

„Jos­hua Jef­fer­son var að gera mjög vel fram­an af til að halda okk­ur í for­ystu. Síðan hæg­ist á sókn­ar­leikn­um og við hætt­um að hreyfa okk­ur jafn vel og finna Kristó­fer. Við vor­um bara ekki að gera hlut­ina jafn vel og við vor­um að gera í fyrri hálfleik og því fór sem fór,“ sagði Finn­ur Freyr í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert