„Við tökum vel á móti Njarðvíkingum“

Stuðningsmenn Álftaness og nokkrir stuðningsmenn Njarðvíkur í öðrum leik liðanna.
Stuðningsmenn Álftaness og nokkrir stuðningsmenn Njarðvíkur í öðrum leik liðanna. mbl.is/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Álfta­nes og Njarðvík eig­ast við í fjórða leik liðanna í 8-liða úr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta á morg­un en leikið verður á Álfta­nesi. Staðan í ein­víg­inu er 2:1 fyr­ir Álfta­nesi og get­ur liðið með sigri tryggt sér sæti í undanúr­slit­um.

Bar­átt­an er á fleiri stöðum en bara inni á vell­in­um því stuðnings­menn liðanna hafa háð sína bar­áttu líka og snýst hún um sæta­skip­an í stúk­um heimaliðanna.

Þegar Álfta­nes mætti til leiks í Njarðvík á föstu­dag fengu stuðnings­menn Álfta­ness sæti uppi í rjáfri. Það skal þó sagt að þau sæti eru prýðilega góð og út­sýnið er gott. Hins veg­ar voru stuðnings­menn held­ur fjarri vell­in­um og vildu stuðnings­menn Álfta­nes meina að með þessu hafi þeir misst teng­ingu við völl­inn og liðið sitt.

Sæti bak við gler­vegg

Heim­ild­armaður mbl.is frá Njarðvík sagði að fyr­ir leik núm­er 2 á Álfta­nesi hafi flest­um stuðnings­mönn­um Njarðvík­ur verið komið fyr­ir bak við rit­ara­borð og vara­manna­bekki liðanna þar sem út­sýni var mjög tak­markað.

Þetta hafi verið breyt­ing frá fyrri heima­leikj­um Álfta­ness í vet­ur þar sem áhorf­end­ur útiliðs hafi verið með helm­ing stúk­unn­ar á móti vara­manna­bekk síns liðs.

Nú er komið að næsta leik sem verður á Álfta­nesi annað kvöld. Í gær, sunnu­dag birt­ist póst­ur á Face­book-síðu körfuknatt­leiks­deild­ar Álfta­ness þar sem gefið var í skyn að stuðnings­menn Njarðvík­ur fengju sæti bak við gler­vegg í höll­inni en sagt var:

„Heima­menn hafa ákveðið að láta eft­ir VIP-svæði fé­lags­ins þar sem út­sýnið yfir völl­inn er al­veg ein­stakt.“ Með fylgdu ljós­mynd­ir af um­rædd­um staðsetn­ing­um:

Ljós­mynd/Á​lfta­nes körfu­bolti
Ljós­mynd/Á​lfta­nes körfu­bolti

Um góðlát­legt grín að ræða

Und­ir­ritaður sló á þráðinn til Óskars Más Al­freðsson­ar sem sér um skipu­lagn­ingu fyr­ir heima­leiki Álfta­nes og spurði hann út í póst­inn og al­vör­una á bakvið hann.

Óskar fór strax að hlæja og sagði að um góðlát­legt grín væri að ræða og að Álft­nes­ing­ar myndu að sjálf­sögðu eft­ir­láta Njarðvík­ing­um 30% af stúku­sæt­um hall­ar­inn­ar eins og regl­ur segja till um.

„Við tök­um vel á móti Njarðvík­ing­um á morg­un og hvetj­um þá til að mæta snemma og fá sér ham­borg­ara með okk­ur og drykk með. Einnig munu stuðnings­menn eiga tæki­færi á að taka þátt í hálfleiks uppá­komu þar sem skotið er í körf­una frá miðju,“ sagði Óskar.

Einnig ít­rekaði hann að um frá­bæra rimmu liðanna væri að ræða og hvatti alla til að mæta með gleðina að vopni á morg­un og skemmta sér sem best áður en hann óskaði þess að betra liðið myndi vinna á morg­un.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert