Álftanes í undanúrslit í fyrsta skipti

Dwayne Ogunleye-Lautier, Dominykas Milka og David Okeke í öðrum leik …
Dwayne Ogunleye-Lautier, Dominykas Milka og David Okeke í öðrum leik liðanna í síðustu viku. mbl.is/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Álfta­nes og Njarðvík átt­ust við í fjórða leik liðanna í 8 liða úr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta í kvöld og lauk leikn­um með sigri Álfta­ness 104:89. Álfta­nes er því komið í undanúr­slit en Njarðvík­ing­ar eru komn­ir í sum­ar­frí.

Álfta­nes hóf leik­inn af gríðarleg­um krafti og má segja að þeir hafi verið með þriggja stiga stór­skota­hríð á körfu Njarðvík­inga. Eft­ir rúm­lega 5 mín­útna leik var staðan orðin 18:8 fyr­ir Álfta­nesi.

Dav­id Okeke var ekki með Álfta­nesi og skipti það engu máli því heima­menn voru betri á öll­um sviðum leiks­ins í fyrsta leik­hluta. Fór Álfta­nes með 9 stiga for­skot inn í ann­an leik­hluta í stöðunni 31:22.

Álfta­nes hélt upp­tekn­um hætti í öðrum leik­hluta og yf­ir­spilaði Njarðvík­inga á köfl­um sem áttu í stök­ustu vand­ræðum með að verj­ast sókn­ar­leik heima­manna.

Und­an­tekn­ing­in sem sannaði regl­una er sú að Njarðvík­ing­ar náðu að minnka mun­inn í 4 stig í stöðunni 42:38. Eft­ir það byrjuðu heima­menn að auka for­skot sitt sem endaði með því að liðin gengu til hálfleiks í stöðunni 52:41, 11 stiga for­skot Álfta­ness sem stefndi rak­leiðis í undanúr­slit.

Just­in James var með 16 stig og 6 frá­köst í fyrri hálfleik fyr­ir Álfta­nes. Khalil Shabazz var með 13 stig fyr­ir Njarðvík og Dom­inykas Milka var með 4 frá­köst í fyrri hálfleik.

Álfta­nes gjör­sam­lega keyrði yfir Njarðvík í þriðja leik­hluta og náðu heima­menn 21 stigs mun í stöðunni 70:49. Til að lýsa þriðja leik­hluta í stuttu máli má segja að allt hafi gengið upp í leik Álfta­ness en ekk­ert hjá Njarðvík­ing­um. Njarðvík­ing­um tókst að klóra í bakk­ann áður en þriðja leik­hluta lauk og minnka mun­inn í 12 stig.

Staðan eft­ir þriðja leik­hluta var 75:63 fyr­ir Álfta­nes.

Þrátt fyr­ir að Njarðvík­ing­ar hafi sett þriggja stiga körfu í byrj­un fjórða leik­hluta þá komst Álfta­nes 13 stig­um yfir eft­ir rúma mín­útu í stöðunni 79:66.

Njarðvík­ing­ar gerðu sitt besta til að minnka mun­inn og búa til spenn­andi loka­mín­út­ur í leikn­um en það tókst ekki þar sem Álfta­nesi tókst alltaf að svara stór­um skot­um þegar Njarðvík­ing­um tókst að setja slík ofan í körf­una. Minnst­ur var mun­ur­inn á liðunum 8 stig í stöðunni 87:79 en lengra komust Njarðvík­ing­ar ekki.

Fór svo að Álfta­nes vann sann­gjarn­an sig­ur og er komið í undanúr­slit.

Just­in James skoraði 26 stig og tók 12 frá­köst fyr­ir Álfta­nes. Khalil Shabazz skoraði 31 stig fyr­ir Njarðvík og tók Dwayne Lautier 6 frá­köst.

Gang­ur leiks­ins:: 7:6, 15:8, 27:16, 29:22, 36:28, 40:30, 45:38, 52:41, 58:44, 68:47, 70:51, 75:63, 83:68, 87:79, 96:83, 104:89.

Álfta­nes: Just­in James 26/​12 frá­köst, Dimitri­os Klon­aras 22/​12 frá­köst, Hauk­ur Helgi Briem Páls­son 21/​5 frá­köst/​5 stoln­ir, Lukas Palyza 10, Hörður Axel Vil­hjálms­son 8/​6 stoðsend­ing­ar, Dúi Þór Jóns­son 8, Dino Stipcic 5, Tóm­as Þórður Hilm­ars­son 4.

Frá­köst: 29 í vörn, 10 í sókn.

Njarðvík: Khalil Shabazz 31/​5 frá­köst, Dwayne Lautier-Og­un­leye 15/​6 frá­köst/​6 stoðsend­ing­ar, Isaiah Coddon 14, Veig­ar Páll Al­ex­and­ers­son 11/​5 stoðsend­ing­ar, Dom­inykas Milka 7/​5 frá­köst, Snjólf­ur Mar­el Stef­áns­son 6, Mario Mata­sovic 5.

Frá­köst: 20 í vörn, 5 í sókn.

Áhorf­end­ur: 817.

Álfta­nes 104:89 Njarðvík opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert