Stjarnan hélt út og fer í undanúrslit

Júlíus Orri Ágústsson úr Stjörnunni skýtur að körfu ÍR-inga. Dani …
Júlíus Orri Ágústsson úr Stjörnunni skýtur að körfu ÍR-inga. Dani Koljanin er til varnar. Eggert Jóhannesson

Stjarn­an tryggði sér í kvöld sæti í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta með útisigri á ÍR í fjórða leik liðanna í átta liða úr­slit­um í kvöld.

Urðu loka­töl­ur 80:74 og unnu Stjörnu­menn ein­vígið 3:1 eft­ir tvo útisigra og einn heima­sig­ur.

Jafn­ræði var með liðunum fram­an af og var staðan 14:13 fyr­ir Stjörn­una eft­ir átta mín­út­ur. Voru Stjörnu­menn fjór­um stig­um yfir eft­ir fyrsta leik­hluta, 22:18.

Gest­irn­ir frá Garðabæn­um tóku öll völd á leikn­um í öðrum leik­hluta og bættu hægt og ör­ugg­lega í for­skotið all­an leik­hlut­ann. Var staðan í hálfleik 48:36.

ÍR gekk illa að minnka mun­inn í þriðja leik­hluta og Stjörnu­menn voru með stjórn á leikn­um. ÍR-ing­ar unnu leik­hlut­ann með tveim­ur stig­um og var Stjarn­an með tíu stiga for­skot fyr­ir fjórða og síðasta leik­hlut­ann, 64:54.

ÍR-ing­ar gáf­ust ekki upp og gerðu gríðarlega vel í að minnka mun­inn í eitt stig, 75:74, þegar lítið var eft­ir. Þeim tókst hins veg­ar ekki að jafna og Stjörnu­menn sigldu sigr­in­um í höfn í lok­in.

Orri Gunn­ars­son skoraði 21 stig og tók tíu frá­köst fyr­ir Stjörn­una. Ægir Þór Stein­ars­son skilaði þre­faldri tvennu með 16 stig­um, tíu frá­köst­um og tíu stoðsend­ing­um.

Jacob Fal­ko var í sér­flokki hjá ÍR. Skoraði hann 31 stig og gaf átta stoðsend­ing­ar. Oscar Jörgensen skoraði 15 stig.

Gang­ur leiks­ins:: 2:6, 6:7, 13:14, 18:22, 21:27, 26:37, 33:42, 36:48, 40:52, 47:57, 51:59, 54:64, 64:67, 66:71, 68:74, 74:80.

ÍR: Jacob Fal­ko 31/​4 frá­köst/​8 stoðsend­ing­ar, Oscar Jor­gensen 15, Zar­ko Jukic 10/​6 frá­köst, Há­kon Örn Hjálm­ars­son 5, Dani Kolj­an­in 5, Matej Kavas 4/​4 frá­köst, Coll­in Ant­hony Pryor 2/​6 frá­köst, Tóm­as Orri Hjálm­ars­son 2.

Frá­köst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Stjarn­an: Orri Gunn­ars­son 21/​10 frá­köst, Ægir Þór Stein­ars­son 16/​10 frá­köst/​10 stoðsend­ing­ar, Shaquille Rombley 13/​10 frá­köst, Hilm­ar Smári Henn­ings­son 12, Jase Febr­es 12/​5 frá­köst, Hlyn­ur Elías Bær­ings­son 5/​6 frá­köst, Bjarni Guðmann Jón­son 1.

Frá­köst: 25 í vörn, 17 í sókn.

Dóm­ar­ar: Sig­mund­ur Már Her­berts­son, Jakob Árni Ísleifs­son, Bjarni Hlíðkvist Krist­mars­son.

Áhorf­end­ur: 1092.

ÍR 74:80 Stjarn­an opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert