Því miður var holan of djúp

Rúnar Ingi ræðir við sína menn í kvöld.
Rúnar Ingi ræðir við sína menn í kvöld. mbl.is/Eyþór

Njarðvík féll úr leik í 8 liða úr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta í kvöld eft­ir tap gegn Álfta­nesi. Rún­ar Ingi Erl­ings­son þjálf­ari Njarðvík­inga var eðli­lega svekkt­ur með niður­stöðuna þegar mbl.is tók hann tali strax eft­ir leik og spurði út í leik­inn og tíma­bilið í heild sinni.

„Þeir koma út í leik­inn og hitta gríðarlega vel. Fyrstu fjög­ur þriggja stiga skot­in þeirra eru ofan í og eru með yfir 50% hita í þriggja stiga skot­um í fyrri hálfleik. Þeir voru að hitta virki­lega vel sem ger­ir okk­ur erfitt fyr­ir. Þeir voru auðvitað að hitta úr skot­um sem við vild­um ekki hleypa þeim í en það sem var öllu verra var að þeir voru að hitta úr skot­um sem við vor­um jafn­vel til í að hleypa þeim í.

Það er oft þannig í byrj­un svona leiks að ef þú kemst á bragðið og færð sjálfs­traust þá byrj­ar þér að líða vel og þá verður rest­in af leikn­um aðeins auðveld­ari. Mín­ir menn gáf­ust samt ekk­ert upp. Mín­ir menn settu allt sem þeir áttu hérna á gólfið.

mbl.is/​Eyþór

Auðvitað vor­um við bún­ir að grafa okk­ur ofan í djúpa holu hérna í þriðja leik­hluta. En þá fannst mér menn sýna hjarta og lögðu allt í þetta á varn­ar­velli. Því miður var hol­an bara of djúp og það var ekki nóg.“

Njarðvík­ing­ar ná að minnka mun­inn niður í 8 stig í fjórða leik­hluta eft­ir að hafa verið meira en 20 stig­um und­ir í þriðja leik­hluta. Var mótvind­ur­inn of mik­ill til að ná að koma al­veg til baka úr þess­um mikla mun?

„Eitt play til eða frá. Ef Dúi hefði ekki fengið eitt layup hérna eða Hauk­ur hefði klikkað úr einu flot­skoti þegar hann fær hann á kant­in­um og við fengið eina góða sókn á móti. Þetta er bara eitt play til eða frá hvort við för­um í gír­inn og jöfn­um eða ekki. Mikið hrós fyr­ir Álfta­nes sem voru virki­lega góðir í þess­ari seríu og áttu sig­ur­inn skilið í kvöld.“

mbl.is/​Eyþór

Tíma­bil­inu er lokið. Þú verður áfram þjálf­ari Njarðvík­ur eða hvað?

„Jú, ég er með samn­ing áfram og býst ekki við neinu öðru en að ég haldi áfram. Það er samt alltaf þannig að þetta er alltaf end­ur­skoðað og við dett­um út í 8 liða úr­slit­um sem er ekki það sem Njarðvík vill gera. En ég er með samn­ing í eitt ár í viðbót og býst við að ég klári það.“

Hvað með leik­menn?

„Ég er bara ekki kom­inn svona langt. Ég veit að við vilj­um al­veg byggja á ein­hverju sem við höf­um verið að gera. Það eru samt bara spurn­inga­merki í reglu­verki sam­bands­ins og deild­ar­inn­ar. Við erum með leik­menn eins og Domynikas Milka, Mario Mata­sovic og Isaiah Cott­on líka. Þetta eru gaur­ar sem eru bara hérna og það er spurn­ing hvar þeir muni standa inn­an þessa reglu­verks. Það þarf að koma í ljós.

Ég myndi vilja halda sem mest­um af þess­um kjarna og byggja sem mest ofan á það sem við erum bún­ir að vera gera í vet­ur. Mér fannst við al­veg stíga skref áfram, en núna eft­ir langt og strangt tíma­bil þar sem við erum bún­ir að gera vel, er tíma­bilið búið að vera í topp fjór­um og halda heima­vall­ar­rétti í fyrstu um­ferð í úr­slita­keppni.

mbl.is/​Eyþór

Það sem svíður kannski mest er að hafa kastað því í fyrsta leik. Við lær­um af þessu og kom­um sterk­ir til baka á næsta ári.“

Njarðvík­ing­ar enda í þriðja sæti með jafn mörg stig og Stjarn­an sem end­ar í öðru sæti. Varla var það und­ir pari vænt­inga í ljósi þess að þessi deild hef­ur lík­lega sjald­an eða aldrei verið sterk­ari?

„Þetta er gríðarlega sterk deild og ég er svo sem bara Njarðvík­ing­ur í húð og hár og trúi því alltaf að þegar við erum að fara mæta and­stæðingi að við get­um unnið hann. Hvort sem það er alltaf raun­hæft eða ekki þá er Njarðvík í þess­ari íþrótt til að vera á meðal þeirra bestu.

Við setj­um kröf­ur á okk­ur að setja sam­an góð lið og vilj­um alltaf vera að berj­ast um þá titla sem eru í boði. Ef þú kannski horf­ir á tíma­bilið í heild sinni og skakka­föll sem við lend­um í, sem dæmi með meiðsli Dwayne Lautier og hvernig við vor­um mannaðir fram­an af, þá get­um við al­veg horft stolt­ir til baka og sagt að við höf­um spilað skemmti­leg­an körfu­bolta og glödd­um sam­fé­lagið í Njarðvík.

mbl.is/​Eyþór

Ég veit samt ekki hvort ég verði eitt­hvað ánægður með það eft­ir nokkr­ar vik­ur því á end­an­um snýst þetta um að kom­ast langt í úr­slita­keppni og ég hefði viljað skapa fleiri geggjuð kvöld í höll­inni.“

En það er þá bara næsta ár, ekki satt?

„Það er bara næsta ár. Svona virk­ar þetta víst. Núna er bara að læra af þessu. Ég er að taka hell­ings lær­dóm af mínu fyrsta tíma­bili sem þjálf­ari í Bón­us­deild karla þannig að við lær­um af þessu og ég get al­veg lofað þér því að þegar Njarðvík­urliðið kem­ur út á völl­inn næsta haust að þá er það Njarðvík­urlið sem ætl­ar sér stóra hluti,“ sagði Rún­ar Ingi í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert