Golden State í úrslitakeppnina eftir spennuleik

Steph Curry fór hamförum á lokamínútum leiksins.
Steph Curry fór hamförum á lokamínútum leiksins. AFP/Ezra Shaw

Gold­en State Warri­ors er komið í úr­slita­keppni banda­rísku NBA-deild­ar karla í körfuknatt­leik eft­ir sig­ur á Memp­his Grizzi­les, 121:116, í San Francisco í nótt. 

Gold­en State mun mæta Hou­st­on Rockets, sem hafnaði í öðru sæti Vest­ur­deild­ar­inn­ar, í fyrstu um­ferð úr­slita­keppn­inn­ar.

Memp­his er þó ekki úr leik en liðið mæt­ir Sacra­mento Kings eða Dallas Mavericks í leik um átt­unda sætið. Mun sig­urliðið úr því ein­vígi mæta Okla­homa City Thund­er, sem vann Vest­ur­deild­ina, í fyrstu um­ferðinni. 

Mik­il spenna var á loka­mín­út­um leiks­ins en Memp­his fékk tæki­færi til að jafna þegar ör­fá­ar sek­únd­ur voru eft­ir. Hins veg­ar mistókst það þar sem leik­menn liðsins voru of lengi að koma bolt­an­um í leik. 

Jimmy Butler fór á kost­um í liði Gold­en State en hann skoraði 38 stig, tók sjö frá­köst og gaf sex stoðsend­ing­ar. Steph Curry var þá rosa­leg­ur í fjórða leik­hluta en hann skoraði síðustu tíu stig liðsins og 37 alls. 

Hjá Memp­his skoraði Des­mond Bane 30 stig, tók sex frá­köst og gaf fjór­ar stoðsend­ing­ar. 

Þægi­legt hjá Or­lando

Or­lando Magic lenti ekki í mikl­um vand­ræðum með Atlanta Hawks í 120:96-sigri í um­spili Aust­ur­deild­ar­inn­ar í Or­lando í nótt. 

Or­lando hafn­ar í sjö­unda sæti og mæt­ir NBA-meist­ur­um Bost­on Celtics í fyrstu um­ferð. Atlanta mun mæta Chicago Bulls eða Miami Heat í leik um átt­unda sætið og mun sig­ur­veg­ari þess ein­víg­is mæta Cleve­land Ca­valiers. 

Cole Ant­hony skoraði 26 stig, tók þrjú frá­köst og gaf sex stoðsend­ing­ar í liði Or­lando en Trae Young skoraði 28 stig, tók tvö frá­köst og gaf sex stoðsend­ing­ar í liði Atlanta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert