Deildarmeistarar Hauka tryggðu sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta með heimasigri á Grindavík, 79:64, í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld.
Haukar mæta Val í undanúrslitum og er fyrsti leikur á laugardag í Ólafssal á Ásvöllum klukkan 19.15. Njarðvík og Keflavík mætast í hinu undanúrslitaeinvíginu og er fyrsti leikur sama dag klukkan 17.
Grindavík vann tvo fyrstu leikina í einvíginu en Haukar neituðu að gefast upp og unnu þrjá leiki í röð.
Haukar voru með undirtökin nánast allan leikinn í kvöld. Var staðan eftir fyrsta leikhluta 20:11 og 36:31 í hálfleik.
Haukakonur unnu þriðja leikhlutann 30:18 og voru Grindvíkingar ekki líklegir til að jafna eftir það.
Diamon Battles skoraði 25 stig fyrir Hauka og Tinna Guðrún Alexandersdóttir gerði 17 stig. Daisha Bradford skoraði 25 stig fyrir Grindavík og Ena Viso skoraði 12.
Ásvellir, Bónus deild kvenna, 16. apríl 2025.
Gangur leiksins:: 2:4, 10:6, 16:9, 20:11, 23:13, 23:23, 28:31, 36:31, 43:34, 49:41, 60:43, 66:49, 69:52, 71:55, 76:58, 79:64.
Haukar: Diamond Alexis Battles 25/9 fráköst/5 stoðsendingar, Lore Devos 23/13 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 17, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/9 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 4/5 fráköst, Agnes Jónudóttir 2.
Fráköst: 34 í vörn, 5 í sókn.
Grindavík: Daisha Bradford 25/10 fráköst, Ena Viso 12/5 fráköst, Mariana Duran 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 8, Sofie Tryggedsson Preetzmann 5/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 3/7 fráköst.
Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.
Áhorfendur: 245