Haukar fullkomnuðu endurkomuna

Haukakonur ráða ráðum sínum í kvöld.
Haukakonur ráða ráðum sínum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Deild­ar­meist­ar­ar Hauka tryggðu sér sæti í undanúr­slit­um Íslands­móts kvenna í körfu­bolta með heima­sigri á Grinda­vík, 79:64, í odda­leik liðanna í átta liða úr­slit­um í kvöld.

Hauk­ar mæta Val í undanúr­slit­um og er fyrsti leik­ur á laug­ar­dag í Ólafssal á Ásvöll­um klukk­an 19.15. Njarðvík og Kefla­vík mæt­ast í hinu undanúr­slita­ein­víg­inu og er fyrsti leik­ur sama dag klukk­an 17.

Grinda­vík vann tvo fyrstu leik­ina í ein­víg­inu en Hauk­ar neituðu að gef­ast upp og unnu þrjá leiki í röð.

Hauk­ar voru með und­ir­tök­in nán­ast all­an leik­inn í kvöld. Var staðan eft­ir fyrsta leik­hluta 20:11 og 36:31 í hálfleik.

Hauka­kon­ur unnu þriðja leik­hlut­ann 30:18 og voru Grind­vík­ing­ar ekki lík­leg­ir til að jafna eft­ir það.

Diamon Batt­les skoraði 25 stig fyr­ir Hauka og Tinna Guðrún Al­ex­and­ers­dótt­ir gerði 17 stig. Daisha Bra­dford skoraði 25 stig fyr­ir Grinda­vík og Ena Viso skoraði 12.

mbl.is/​Eyþór

Hauk­ar - Grinda­vík 79:64

Ásvell­ir, Bón­us deild kvenna, 16. apríl 2025.

Gang­ur leiks­ins:: 2:4, 10:6, 16:9, 20:11, 23:13, 23:23, 28:31, 36:31, 43:34, 49:41, 60:43, 66:49, 69:52, 71:55, 76:58, 79:64.

Hauk­ar: Diamond Al­ex­is Batt­les 25/​9 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Lore Devos 23/​13 frá­köst, Tinna Guðrún Al­ex­and­ers­dótt­ir 17, Þóra Krist­ín Jóns­dótt­ir 8/​9 frá­köst/​6 stoðsend­ing­ar, Rósa Björk Pét­urs­dótt­ir 4/​5 frá­köst, Agnes Jónu­dótt­ir 2.

Frá­köst: 34 í vörn, 5 í sókn.

Grinda­vík: Daisha Bra­dford 25/​10 frá­köst, Ena Viso 12/​5 frá­köst, Mari­ana Dur­an 11/​8 frá­köst/​6 stoðsend­ing­ar, Ólöf Rún Óla­dótt­ir 8, Sofie Tryg­geds­son Preetzmann 5/​5 frá­köst, Isa­bella Ósk Sig­urðardótt­ir 3/​7 frá­köst.

Frá­köst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Dóm­ar­ar: Sig­mund­ur Már Her­berts­son, Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Krist­mars­son.

Áhorf­end­ur: 245

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert