Ármann og Hamar eru komnir í 1:0 í einvígjum sínum í undanúrslitum umspils 1. deildar karla í körfubolta í kvöld.
Ármann hafði betur gegn Breiðabliki á heimavelli í miklum spennuleik, 114:112. Breiðablik var yfir stóran hluta leiks og varð munurinn mest 19 stig í stöðunni 63:44 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik.
Ármenningar neituðu hins vegar að gefast upp og tókst þeim að jafna í seinni hálfleik. Að lokum var Adama Darboe hetja liðsins, því hann skoraði sigurkörfuna fimm sekúndum fyrir leikslok.
Jaxon Baker var stigahæstur hjá Ármanni með 29 stig. Arnaldur Grímsson bætti við 24. Zoran Vrkic skoraði 37 stig fyrir Breiðablik og Maalik Cartwright og Marinó Þór Pálmason skoruðu 19 hvor.
Spennan var ekki minni í Hveragerði þar sem Hamar sigraði Fjölni einnig með tveimur stigum, 78:76. Minna var um sveiflur og voru liðin hnífjöfn svo gott sem allan leikinn.
Að lokum varð Jose Medina hetja Hamars því hann skoraði sigurkörfuna 13 sekúndum fyrir leikslok.
Jaeden King skoraði 27 stig fyrir Hamar og Medina og Fotios Lampropoulos skoruðu 14 hvor. Sigvaldi Eggertsson skoraði 19 stig fyrir Fjölni og Lewis Diankulu skoraði 16.
Laugardalshöll, 1. deild karla, 16. apríl 2025.
Gangur leiksins:: 5:12, 13:17, 24:26, 29:36, 35:38, 37:48, 44:61, 50:66, 57:66, 66:72, 73:81, 83:87, 91:95, 97:103, 103:107, 114:112.
Ármann: Jaxson Schuler Baker 29/6 fráköst, Arnaldur Grímsson 24/7 fráköst, Adama Kasper Darboe 21/5 fráköst/10 stoðsendingar, Cedrick Taylor Bowen 19/8 fráköst, Frosti Valgarðsson 19/5 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Dagur Svansson 2.
Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.
Breiðablik: Zoran Vrkic 37/6 fráköst, Maalik Jajuan Cartwright 19/7 fráköst/8 stoðsendingar, Marinó Þór Pálmason 19, Logi Guðmundsson 18/7 fráköst, Alexander Jan Hrafnsson 8/8 fráköst, Veigar Elí Grétarsson 7, Kristján Örn Ómarsson 2, Orri Guðmundsson 2.
Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Rúnar Lárusson, Einar Valur Gunnarsson.
Áhorfendur: 75
Hveragerði, 1. deild karla, 16. apríl 2025.
Gangur leiksins:: 5:7, 7:15, 11:17, 21:21, 28:22, 33:31, 35:36, 42:41, 47:48, 50:52, 56:55, 62:59, 66:66, 68:71, 72:74, 78:76.
Hamar: Jaeden Edmund King 27/11 fráköst, Jose Medina Aldana 14/5 fráköst/10 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 14/17 fráköst, Lúkas Aron Stefánsson 11/6 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 5/13 fráköst, Daníel Sigmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Egill Þór Friðriksson 3.
Fráköst: 37 í vörn, 21 í sókn.
Fjölnir: Sigvaldi Eggertsson 19/8 fráköst, Lewis Junior Diankulu 16/9 fráköst, Gunnar Ólafsson 9, William Thompson 9/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 8/4 fráköst, Birgir Leó Halldórsson 5, Alston Harris 4/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 3, Guðlaugur Heiðar Davíðsson 3.
Fráköst: 21 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Stefán Kristinsson, Dominik Zielinski.
Áhorfendur: 140