Vona að hann fari ekki í bann

Einar Jónsson ræðir við sína menn í kvöld.
Einar Jónsson ræðir við sína menn í kvöld. mbl.is/Eyþór

Ein­ar Jóns­son þjálf­ari Fram var ansi bratt­ur eft­ir sig­ur á FH í fyrsta leik liðanna í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í hand­bolta. Spurður út í sig­ur­inn sagði Ein­ar þetta:

„Fyrst og fremst er ég hrika­lega ánægður með okk­ur. Við gerðum þetta vel og vor­um betra liðið al­veg frá fyrstu mín­útu. Vörn­in var góð og sókn­in að mestu leyti líka.

Þetta hökti aðeins um miðbik seinni hálfleiks þegar Birk­ir Fann­ar fór að verja nokk­ur dauðafæri og á sama tíma gerðum við nokkra tækni­feila á meðan við gerðum kannski einn tækni­feil í fyrri hálfleik.

mbl.is/​Eyþór

Þannig að á þess­um tíma­punkti vor­um við kannski sjálf­um okk­ur verst­ir en ég meina fokki it, þetta eru 18-19 ára strák­ar sem eru hérna inni á vell­in­um og ef þeir gera ekki ein­hver mis­tök í 60 mín­út­ur að þá er kannski frek­ar eitt­hvað að.

Níu marka leikmaður­inn Reyn­ir Þór Stef­áns­son fær beint rautt spjald þegar 5 mín­út­ur eru eft­ir og að auki blátt spjald. Eft­ir að hafa séð þetta á mynd­bandi þá er ljóst að hann spark­ar til Birg­is Más og dóm­ur­inn er rétt­ur. Hef­ur þú áhyggj­ur af því að hann fái leik­bann fyr­ir þetta at­vik?

„Nei, ég er ekki bú­inn að sjá þetta en ég treysti dómur­un­um fyr­ir þessu og þeir sáu þetta. Þetta er bara rétt. En, nei, ég held nú ekki. Þeir sem hafa séð þetta vilja meina að þetta hafi verið mjög sak­laust. Þá meina ég ekki fast eða þannig. En, klár­lega rétt þar sem hann brást illa við. Ég vona að hann fari ekki í bann. Það verður bara að koma í ljós og þetta eru hlut­ir sem við höf­um ekki stjórn á.“

Það hlýt­ur að vera gríðarlega mik­il­vægt að kom­ast yfir í ein­víg­inu. Hvernig verður þetta á ykk­ar heima­velli á öðrum í pásk­um?

„Ég á von á svipaðri bar­áttu. Núna þurf­um við að nota tím­ann vel og end­ur­heimta ork­una. Von­andi end­ur­heimt­um við eitt­hvað af þess­um leik­mönn­um sem eru frá en það verður að koma í ljós. Þannig að þetta er bara hefðbundið. Fara yfir leik­inn, end­ur­heimta og skipu­leggja næsta leik,“ sagði Ein­ar í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert