Miami og Dallas halda áfram

Tyler Herro fór mikinn fyrir Miami.
Tyler Herro fór mikinn fyrir Miami. AFP/Justin Casterline

Miami Heat hafði bet­ur gegn Chicago Bulls, 109:90, í um­spili banda­rísku NBA-deild­ar karla í körfu­bolta í Chicago í nótt. 

Miami mun mæta Atlanta í úr­slita­leik um síðasta sætið í úr­slita­keppn­inni í Atlanta. Mun sig­ur­veg­ari þess leiks mæta Cleve­land Ca­valiers í fyrstu um­ferð Aust­ur­deild­ar­inn­ar. 

Tyler Herro fór á kost­um í liði Miami en hann skoraði 38 stig, tók fimm frá­köst og gaf fjór­ar stoðsend­ing­ar. 

Hjá Chicago var Josh Giddey at­kvæðamest­ur með 25 stig, tíu frá­köst og fimm stoðsend­ing­ar. 

Dallas sann­fær­andi í Sacra­mento

Þá vann Dallas Mavericks Sacra­mento Kings, 120:114, í Sacra­mento í nótt. Dallas er komið áfram í úr­slita­leik um síðasta sætið í Vest­ur­deild­inni. 

Dallas mun mæta Memp­his í Memp­his en sig­urliðið úr þeim leik mæt­ir Okla­homa City Thund­er í fyrstu um­ferð. 

Ant­hony Dav­is skoraði 27 stig, tók níu frá­köst og gaf eina stoðsend­ingu í liði Dallas en hjá Sacra­mento skoraði DeM­ar DeRoz­an 33 stig, tók sjö frá­köst og gaf tvær stoðsend­ing­ar. 

Anthony Davis ræðst að körfu Sacramento.
Ant­hony Dav­is ræðst að körfu Sacra­mento. AFP/​Ezra Shaw
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert