Þetta er eðli íþróttarinnar

Einar Árni Jóhannsson
Einar Árni Jóhannsson mbl.is/Ólafur Árdal

Njarðvík náði for­ystu í undanúr­slita­ein­víg­inu gegn Kefla­vík í Íslands­móti kvenna í körfu­bolta í kvöld eft­ir sig­ur í Njarðvík.

Ein­ar Árni Jó­hanns­son þjálf­ari Njarðvík­ur var að von­um ánægður með að vera kom­inn yfir í ein­víg­inu og hafði þetta að segja við mbl.is spurður út í hvað væri gott og hvað væri slæmt í leik Njarðvík­ur í kvöld:

„Ég var ánægður með varn­ar­leik­inn heilt yfir. Sér­stak­lega frá­kasta­bar­átt­una sem ég geri auðvitað kröfu um að við vinn­um í bar­áttu þess­ara liða. Það eru þess­ir tveir þætt­ir sem standa upp úr.

Ég er líka ánægður með hvernig við svör­um þeirra áhlaup­um á háu tempói. Við vor­um bara skyn­sam­ar og leituðum inn á Paul­inu Hersler þegar Kefla­vík var að djöfl­ast í Britt­any.

Slæmu hlut­irn­ir eru kannski þeir að við vor­um ekki í góðu skipu­lagi á móti svæðis­vörn­inni þeirra í fyrri hálfleik. Það er eitt­hvað sem við þurf­um að laga strax. Það er punkt­ur til að vinna úr og verða betri í. Við svo sem leyst­um það bet­ur strax í síðari hálfleik.“

Ef við stöld­um þarna við. Kefla­vík spilaði hápressu­vörn á Njarðvík nokkr­um sinn­um í leikn­um sem virt­ist riðla leik Njarðvík­ur tals­vert. Er þetta áhyggju­efni fyr­ir leik­inn gegn þeim í Kefla­vík?

„Nei, ég held ekki. Við vor­um búin að und­ir­búa okk­ur eins vel og hægt var. Við viss­um að þær hafa verið að spila aðallega þrjú varn­araf­brigði. Það var ekk­ert óvænt þar og við töld­um okk­ur vera með plön­in þar á hreinu. Við vor­um hins veg­ar með óðagot á köfl­um.

Ég sagði við stelp­urn­ar í hálfleik að það væri pínu kæru­leysi yfir send­ing­un­um í fyrri hálfleik. Þær voru of soft og það geng­ur ekki. Það var lagað bara strax í seinni hálfleik enda töpuðum við 3 bolt­um í seinni hálfleik í sam­an­b­urði við 8 í fyrri. Ég get lifað með því.“

Hvað þarf Njarðvík að gera til að koma í veg fyr­ir að Kefl­vík­ing­um tak­ist að kveikja í stemmn­ing­unni á þeirra heima­velli með til­heyr­andi lát­um og hraða í næsta leik?

„Þetta er eðli íþrótt­ar­inn­ar. Þetta er leik­ur áhlaupa og til að kom­ast í gegn­um slík­an kafla þarftu að halda í yf­ir­veg­un og trú því að við erum búin að sjá þetta allt áður á móti þeim.

Þær kom­ast 10 stig­um yfir í hálfleik í leikn­um í mars en við klár­um. Þær kom­ast aft­ur 10 stig­um yfir í seinni hálfleik og við kom­um til baka og vinn­um. Þetta snýst bara um að halda ró og trú. Bæði er til staðar hjá okk­ur.“

Hvað þarf til að vinna næsta leik á þeirra heima­velli?

„Við þurf­um að reisa levelið um 1-2 stig. Það er þannig þegar þú ert að spila á móti sama liðinu aft­ur og aft­ur. Þú ert að spila á móti frá­bæru liði og við vor­um ekk­ert að spila full­kom­inn leik í dag. Við þurf­um að laga ým­is­legt og svo bara hafa hug­ar­farið á rétt­um stað. Þetta er sería og þetta var bara einn leik­ur. Nú er bara að und­ir­búa sig fyr­ir næsta stríð,“ sagði Ein­ar Árni í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert