Stjarnan vann eftir rosalegar lokamínútur

Ægir Þór Steinarsson og Lagio Grantsaan í leiknum í kvöld. …
Ægir Þór Steinarsson og Lagio Grantsaan í leiknum í kvöld. Ægir skoraði sigurkörfuna. mbl.is/Eyþór Árnason

Grinda­vík tók á móti Stjörn­unni í Smár­an­um í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta í kvöld og lauk leikn­um með naum­um sigri Stjörn­unn­ar 100:99.

Staðan í ein­víg­inu er því 2:0 fyr­ir Stjörn­una sem þarf einn sig­ur til að kom­ast í úr­slita­ein­vígi gegn Tinda­stóli eða Álfta­nesi.

Grind­vík­ing­ar voru und­ir í ein­víg­inu og þurftu því nauðsyn­lega á sigri að halda. Þeir byrjuðu leik­inn af mikl­um krafti og náðu upp for­skoti sem Stjarn­an vann niður jafn óðum. Mest­ur var mun­ur­inn í fyrsta leik­hluta 12 stig í stöðunni 31:19 en Stjörn­unni tókst að minnka mun­inn niður í 10 stig fyr­ir lok fyrsta leik­hluta. Staðan eft­ir fyrsta leik­hluta var 31:21 fyr­ir Grinda­vík.

Grind­vík­ing­ar náðu upp 15 stiga for­skoti í öðrum leik­hluta í stöðunni 50:35 en Stjörnu­menn voru ekki sátt­ir við slíkt og hófu helj­ar­inn­ar áhlaup á Grind­vík­inga sem skilaði því að Stjarn­an vann for­skotið niður um 13 stig fyr­ir hálfleik­inn.
Staðan í hálfleik var 52:50 fyr­ir Grinda­vík.

De­andre Donte Kane var með 15 stig og tók 7 frá­köst í fyrri hálfleik fyr­ir Grinda­vík. Hjá Stjörn­unni var Shaquille Rombley með 15 stig og 4 frá­köst.

Grind­vík­ing­ar byrjuðu á því að setja þriggja stiga körfu í seinni hálfleik en þá setti Stjarn­an leik sinn í gang og jafnaði í stöðunni 55:55. Stjarn­an gerði gott bet­ur og komst tvisvar sinn­um yfir í leik­hlut­an­um og var leik­ur­inn far­inn að minna ansi mikið á fyrsta leik liðanna sem Grinda­vík leiddi fram­an af.

Hilmar Smári Henningsson býr sig undir að skjóta að körfu …
Hilm­ar Smári Henn­ings­son býr sig und­ir að skjóta að körfu Grind­vík­inga. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Grind­vík­ing­um tókst þó að ná for­skot­inu á ný og byggja upp smá for­skot áður en leik­hlut­an­um lauk. Staðan eft­ir þriðja leik­hluta 73:67 fyr­ir Grinda­vík.

Fjórði leik­hluti var rosa­leg­ur. Það var nán­ast eng­inn mun­ur á liðunum all­an leik­hlut­ann. Grind­vík­ing­ar voru þó skref­inu á und­an nán­ast all­an leik­hlut­ann. Svo gerðust hlut­ir. Þegar 10,3 sek­únd­ur voru eft­ir minnkaði Stjarn­an mun­inn í 99:98 og vann síðan bolt­ann og komst yfir 100:99. Þá voru 5 sek­únd­ur eft­ir af leikn­um og Grind­vík­ing­ar fengu tæki­færi til að skora. Þegar þeir hófu spilið þá er eins og þeir missi bolt­ann frá sér og beint í innkast.

Dóm­ar­arn­ir ákváðu að skoða at­vikið eft­ir ít­rekaðar beiðnir og kom þá í ljós að það reynd­ist vera staðan og Stjarn­an með bolt­ann og yfir þegar slétt­ar 5 sek­únd­ur voru eft­ir af leikn­um og hon­um lokið.

De­andre Donte Kane skoraði 25 stig og tók 11 frá­köst fyr­ir Grinda­vík.
Jade Febr­es skoraði 24 stig og tók Orri Gunn­ars­son 8 frá­köst fyr­ir Stjörn­una.

Gang­ur leiks­ins:: 5:5, 13:7, 22:12, 31:19, 38:31, 44:35, 50:43, 52:50, 57:57, 64:61, 68:67, 73:67, 82:75, 91:85, 97:90, 99:100.

Grinda­vík: De­andre Donte Kane 25/​11 frá­köst/​9 stoðsend­ing­ar, Jeremy Raymon Pargo 21/​7 frá­köst/​7 stoðsend­ing­ar, Kristó­fer Breki Gylfa­son 14, Lagio Grantsa­an 11, Ólaf­ur Ólafs­son 10/​8 frá­köst, Val­ur Orri Vals­son 9, Daniel Morten­sen 7/​8 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Arn­ór Trist­an Helga­son 2.

Frá­köst: 33 í vörn, 7 í sókn.

Stjarn­an: Jase Febr­es 24/​6 frá­köst, Shaquille Rombley 21/​6 frá­köst, Hilm­ar Smári Henn­ings­son 14/​4 frá­köst/​9 stoðsend­ing­ar, Orri Gunn­ars­son 13/​8 frá­köst, Júlí­us Orri Ágústs­son 10, Ægir Þór Stein­ars­son 9/​4 frá­köst/​13 stoðsend­ing­ar, Bjarni Guðmann Jón­son 6, Hlyn­ur Elías Bær­ings­son 3.

Frá­köst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Dóm­ar­ar: Sig­mund­ur Már Her­berts­son, Jakob Árni Ísleifs­son, Jón Þór Eyþórs­son.

Áhorf­end­ur: 1546

Grinda­vík 99:100 Stjarn­an opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert