Álftanes jafnaði í stórkostlegum leik

David Okeke hjá Álftanesi og Dimitrios Agravanis úr Tindastóli eigast …
David Okeke hjá Álftanesi og Dimitrios Agravanis úr Tindastóli eigast við undir körfunni. mbl.is/Karítas

Álfta­nes jafnaði met­in gegn Tinda­stóli í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta í kvöld. Heima­menn í Álfta­nesi unnu sig­ur, 94:92, í frá­bær­um körfu­bolta­leik og er staðan í ein­víg­inu því 1:1.

Jafn­ræði var með liðunum í fyrsta leik­hluta þar sem Tinda­stóll var u.þ.b. einni körfu á und­an þar til Dav­id Okeke jafnaði met­in af vítalín­unni þegar 10 sek­únd­ur voru eft­ir af leik­hlut­an­um. Það stærsta í fyrsta leik­hluta var lík­lega það að Sa­dio Doucoure, leikmaður Tinda­stóls, náði sér í þrjár vill­ur og eina tækni­villu á sjö mín­út­um. Hann sett­ist því á bekk­inn með fjór­ar vill­ur og fékk hvíld út fyrri hálfleik­inn. Staðan að lokn­um fyrsta leik­hluta var jöfn, 28:28.

Í öðrum leik­hluta voru það svo heima­menn sem voru skref­inu á und­an. Það var mik­ill kraft­ur í Kaldalóns­höll­inni, inn­an vall­ar jafnt sem utan og Álft­nes­ing­ar náðu snemma nokkura stiga for­skoti sem hélst út leik­hlut­ann. Just­in James fór fyr­ir Álfta­nesi í fyrri hálfleik, þrátt fyr­ir að hafa farið ör­lítið brösu­lega af stað, en hann skoraði 17 stig í fyrri hálfleik. Þá var Dav­id Okeke einnig öfl­ug­ur með 14 stig en gest­irn­ir réðu illa við hann und­ir körf­unni. Hjá gest­un­um var Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son öfl­ug­ast­ur en hann skoraði 17 stig.

Staðan þegar liðin gengu til bún­ings­her­bergja í hálfleik var 54:48, heima­mönn­um í vil. Gest­irn­ir byrjuðu seinni hálfleik­inn ör­lítið bet­ur og minnkuðu mun­inn, án þess þó að ná að jafna. Þegar leið á þriðja leik­hlut­ann juku heima­menn, með Just­in James og Dav­id Okeke fremsta í flokki, mun­inn aft­ur og leiddu með sjö stig­um fyr­ir fjórða leik­hluta, 71:64.

Gest­irn­ir byrjuðu fjórða leik­hlut­ann bet­ur og þegar tæp­ar þrjár mín­út­ur voru liðnar af hon­um jafnaði Dimitri­os Agra­van­is met­in í 75:75 með fal­legri þriggja stiga körfu. Hann setti svo tvo þrista til viðbót­ar í kjöl­farið og skyndi­lega voru gest­irn­ir þrem­ur stig­um yfir, 81:78. Skömmu síðar náðu heima­menn þó aft­ur for­yst­unni en rest­in af leikn­um bauð uppá ótrú­lega spennu. Mun­ur­inn var á bil­inu tvö til fimm stig það sem eft­ir lifði leiks en flest­ir héldu að þetta væri komið þegar Álfta­nes náði sex stiga for­ystu með hálfa mín­útu eft­ir. Því svaraði hins veg­ar Gi­ann­is Agra­van­is með þriggja stiga körfu og víta­skoti með því.

Álft­nes­ing­ar voru ekki langt frá því að tapa bolt­an­um eft­ir víta­skot Agra­van­is en sluppu með skrekk­inn. Dimitri­os Klon­aras fór á vítalín­una fyr­ir Álfta­nes þegar 13 sek­únd­ur voru eft­ir en klikkaði báðum skot­un­um. Gest­irn­ir fóru fram en náðu ekki að skora og því voru það heima­menn sem unnu leik­inn, 94:92, í stór­kost­leg­um körfu­bolta­leik.

Það er því allt jafnt í ein­víg­inu þegar liðin mæt­ast í þriðja leik á Sauðár­króki á þriðju­dag­inn næst­kom­andi.

Hjá Álfta­nesi var Just­in James fremst­ur meðal jafn­ingja en hann skoraði 29 stig, tók átta frá­köst og gaf sex stoðsend­ing­ar. Dav­id Okeke var einnig ill­viðráðan­leg­ur með 18 sti og 10 frá­köst og þá skoraði Hauk­ur Helgi Páls­son 17 stig. Hjá Tinda­stóli var Gi­ann­is Agra­van­is stiga­hæst­ur með 24 stig en bróðir hans, Dimitri­os Agra­van­is, kom næst­ur með 19 stig. 

Álfta­nes - Tinda­stóll 94:92

Kaldalóns­höll­in, Bón­us deild karla, 25. apríl 2025.

Gang­ur leiks­ins:: 4:7, 11:16, 20:22, 28:28, 32:32, 43:37, 49:43, 54:48, 58:53, 63:58, 65:62, 71:64, 75:72, 78:78, 86:85, 94:92.

Álfta­nes: Just­in James 29/​8 frá­köst/​6 stoðsend­ing­ar, Dav­id Okeke 18/​10 frá­köst, Hauk­ur Helgi Briem Páls­son 17/​6 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Dimitri­os Klon­aras 14/​6 frá­köst, Dúi Þór Jóns­son 11, Hörður Axel Vil­hjálms­son 3/​5 frá­köst, Tóm­as Þórður Hilm­ars­son 2/​5 frá­köst.

Frá­köst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Tinda­stóll: Gi­ann­is Agra­van­is 24/​7 frá­köst, Dimitri­os Agra­van­is 19/​6 frá­köst, Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son 17, Dedrick Deon Basile 12/​7 stoðsend­ing­ar, Adom­as Drungilas 9/​9 frá­köst, Sa­dio Doucoure 6, Dav­is Geks 3, Pét­ur Rún­ar Birg­is­son 2/​6 stoðsend­ing­ar.

Frá­köst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Dóm­ar­ar: Bjarki Þór Davíðsson, Gunn­laug­ur Briem, Birg­ir Örn Hjörv­ars­son.

Áhorf­end­ur: 1038

Álfta­nes 94:92 Tinda­stóll opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert