Var flautaður úr þessu snemma frekar ósanngjarnt

Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í kvöld.
Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í kvöld. mbl.is/Karítas

Bene­dikt Guðmunds­son, þjálf­ari Tinda­stóls, var svekkt­ur eft­ir tap gegn Álfta­nesi í öðrum leik undanúr­slita Íslands­móts karla í körfu­bolta á Álfta­nesi í kvöld. Staðan í ein­víg­inu eft­ir leik kvölds­ins er 1:1.

„Við vild­um og ætluðum að vinna þenn­an leik en svo varð þetta bara 50/​50 í lok­in þar sem þeir voru aðeins sterk­ari á svell­inu. Þeir settu mik­il­væg stig á meðan bolt­inn var aðeins að hrist­ast up­p­úr hjá okk­ur og við vor­um ekki al­veg að nýta fær­in sem við feng­um til að hirða þenn­an leik. Svona er þetta bara stund­um, „on to the next one“ eins og sagt er.“

Bar­átt­an í báðum liðum skein í gegn og það var greini­legt að bæði lið ætluðu sér að vinna, enda gíf­ur­lega mikið und­ir.

„Menn lögðu sig alla í þetta. Mér fannst við vera að pirra okk­ur of mikið á ein­hverj­um dóm­aramis­tök­um í byrj­un, við verðum að vera sterk­ari á svell­inu þar. Það koma kannski ein­hverj­ir glóru­laus­ir dóm­ar og við meg­um ekki láta það fara of mikið í haus­inn á okk­ur held­ur verðum við bara að skilja að það sé bara part­ur af leikn­um. Að öðru leiti fannst mér fram­lagið og haus­inn vera á rétt­um stað, sig­ur­vilj­inn var klár­lega til staðar. 

Við fáum á okk­ur allt of mikið af stig­um í fyrri hálfleik en náum aðeins að laga það í seinni. Það bara dugði ekki til. Álfta­nes er bara drullu gott lið og áttu sig­ur­inn skilið.“

Sa­dio Doucoure lenti snemma í villu­vand­ræðum en hann var kom­inn með fjór­ar vill­ur eft­ir ein­ung­is sjö mín­út­ur. Fjórða vill­an var tækni­villa sem hann fékk fyr­ir viðbrögð við þriðju vill­unni, sem hon­um fannst ódýr.

„Mér fannst þetta ógeðslega ósann­gjarnt. Hann fær þriðju vill­una þegar leikmaður í hinu liðinu dett­ur og jújú, hann jogg­ar útaf og baðar út hönd­um en það eru mik­il von­brigði að menn skuli setja tækni­villu á það, ég átti ekki von á því. Þetta varð til þess að þeir ná 10:0 áhlaupi í kjöl­farið þar sem þeir eru að fá stig og víti en svo unn­um við úr því og kom­um okk­ur aft­ur inn í þetta. Við þurf­um að vera sterk­ari í hausn­um þegar svona dóm­aramis­tök verða.“

Það sem eft­ir lifði leiks virt­ust leik­mann beggja liða kom­ast ansi oft upp með al­var­legri hluti en Doucoure í fyrsta leik­hluta, án þess að fá tækni­villu.

„Þess vegna er ég svona von­svik­inn með þetta. Dóm­ar­inn sem gaf tækni­vill­una hef­ur nú ekki verið þekkt­ur fyr­ir að vera að elt­ast við svona smá­muni held­ur hef­ur hann bara verið í góðum sam­skipt­um við leik­menn og þjálf­ara. Þess vegna var ég mjög hissa og átti ekki von á þessu.

Við erum samt með nóg af mönn­um og það kem­ur maður í manns stað þó hann hafi verið flautaður út úr þessu snemma frek­ar ósann­gjarnt.“

Næsti leik­ur liðanna fer fram á Sauðár­króki og á Bene­dikt ekki von á því að það verði erfitt að gíra sína menn upp í þann leik eft­ir svona tap.

„Menn eru gíraðir í alla leiki á þess­um árs­tíma. Okk­ar fólk mun fjöl­menna á leik­inn á þriðju­dag­inn og við ætl­um að búa til góða stemn­ingu þar. Ég veit að menn eru marg­ir hverj­ir hundsvekkt­ir með sjálfa sig og við eig­um slatta inni finnst mér. Von­andi náum við því fram á þriðju­dag­inn.

Það hef­ur eng­inn kvartað yfir meiðslum ennþá en svo kem­ur oft ým­is­legt í ljós dag­inn eft­ir þegar menn eru orðnir kald­ir. Ég veit það bet­ur á morg­un.“

Sadio Doucoure, leikmaður Tindastóls, í leik gegn KR fyrr á …
Sa­dio Doucoure, leikmaður Tinda­stóls, í leik gegn KR fyrr á tíma­bil­inu. Hann lenti í villu­vand­ræðum snemma í kvöld. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert