Ármann tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í umspili um sæti í efstu deild karla í körfubolta með útisigri á Breiðabliki, 99:80, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum í Smáranum.
Ármenningar unnu einvígið 3:1 og mæta Hamri í úrslitaeinvígi um að fylgja ÍA upp í deild þeirra bestu.
Ármann byrjaði mun betur og var staðan í hálfleik 43:31. Ármann vann svo þriðja leikhluta 35:21 og átti Breiðablik ekki möguleika eftir það.
Jaxson Baker skoraði 25 stig fyrir Ármann og Arnaldur Grímsson skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Maalik Cartwright skoraði 16 stig fyrir Breiðablik og Zoran Vrkic 12.
Smárinn, 1. deild karla, 26. apríl 2025.
Gangur leiksins:: 0:3, 3:5, 7:10, 7:16, 14:25, 23:31, 27:39, 31:43, 35:52, 37:62, 45:72, 52:78, 58:81, 62:92, 70:92, 80:99.
Breiðablik: Maalik Jajuan Cartwright 16/8 fráköst/7 stoðsendingar, Zoran Vrkic 12/11 fráköst, Logi Guðmundsson 8/6 fráköst, Alexander Jan Hrafnsson 8, Ragnar Jósef Ragnarsson 8, Ólafur Snær Eyjólfsson 8, Bjarki Steinar Gunnþórsson 6, Orri Guðmundsson 5/8 fráköst, Hákon Helgi Hallgrímsson 4, Kristján Örn Ómarsson 3, Marinó Þór Pálmason 2/5 stoðsendingar.
Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn.
Ármann: Jaxson Schuler Baker 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Arnaldur Grímsson 22/12 fráköst, Kári Kaldal 21, Frosti Valgarðsson 15/4 fráköst, Adama Kasper Darboe 7/10 fráköst/9 stoðsendingar, Cedrick Taylor Bowen 6/10 fráköst, Magnús Sigurðsson 2, Þorkell Jónsson 1.
Fráköst: 38 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Aron Rúnarsson, Sófus Máni Bender.
Áhorfendur: 463