Ármann í úrslitaeinvígið við Hamar

Ármenningar eru komnir í úrslit.
Ármenningar eru komnir í úrslit. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ármann tryggði sér í kvöld sæti í úr­slit­um í um­spili um sæti í efstu deild karla í körfu­bolta með útisigri á Breiðabliki, 99:80, í fjórða leik liðanna í undanúr­slit­um í Smár­an­um.

Ármenn­ing­ar unnu ein­vígið 3:1 og mæta Hamri í úr­slita­ein­vígi um að fylgja ÍA upp í deild þeirra bestu.

Ármann byrjaði mun bet­ur og var staðan í hálfleik 43:31. Ármann vann svo þriðja leik­hluta 35:21 og átti Breiðablik ekki mögu­leika eft­ir það.

Jax­son Baker skoraði 25 stig fyr­ir Ármann og Arn­ald­ur Gríms­son skoraði 22 stig og tók 12 frá­köst. Ma­alik Cartwright skoraði 16 stig fyr­ir Breiðablik og Zor­an Vr­kic 12.

Breiðablik - Ármann 80:99

Smár­inn, 1. deild karla, 26. apríl 2025.

Gang­ur leiks­ins:: 0:3, 3:5, 7:10, 7:16, 14:25, 23:31, 27:39, 31:43, 35:52, 37:62, 45:72, 52:78, 58:81, 62:92, 70:92, 80:99.

Breiðablik: Ma­alik Jaju­an Cartwright 16/​8 frá­köst/​7 stoðsend­ing­ar, Zor­an Vr­kic 12/​11 frá­köst, Logi Guðmunds­son 8/​6 frá­köst, Al­ex­and­er Jan Hrafns­son 8, Ragn­ar Jós­ef Ragn­ars­son 8, Ólaf­ur Snær Eyj­ólfs­son 8, Bjarki Stein­ar Gunnþórs­son 6, Orri Guðmunds­son 5/​8 frá­köst, Há­kon Helgi Hall­gríms­son 4, Kristján Örn Ómars­son 3, Marinó Þór Pálma­son 2/​5 stoðsend­ing­ar.

Frá­köst: 31 í vörn, 11 í sókn.

Ármann: Jax­son Schuler Baker 25/​8 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Arn­ald­ur Gríms­son 22/​12 frá­köst, Kári Kal­dal 21, Frosti Val­g­arðsson 15/​4 frá­köst, Adama Kasper Dar­boe 7/​10 frá­köst/​9 stoðsend­ing­ar, Cedrick Tayl­or Bowen 6/​10 frá­köst, Magnús Sig­urðsson 2, Þorkell Jóns­son 1.

Frá­köst: 38 í vörn, 7 í sókn.

Dóm­ar­ar: Jó­hann­es Páll Friðriks­son, Aron Rún­ars­son, Sóf­us Máni Bend­er.

Áhorf­end­ur: 463

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert