Sannfærandi Haukar í úrslitaeinvígið

Diamond Battles úr Haukum sækir að Ástu Júlíu Grímsdóttur hjá …
Diamond Battles úr Haukum sækir að Ástu Júlíu Grímsdóttur hjá Val í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Hauk­ar tryggðu sér í kvöld sæti í úr­slit­um Íslands­móts kvenna í körfu­bolta þar sem liðið mæt­ir annaðhvort Njarðvík eða Kefla­vík.

Deild­ar­meist­ar­arn­ir unnu Val, 79:64, á heima­velli og tryggðu sér 3:0-sig­ur í ein­víg­inu.

Valskon­ur voru yfir nær all­an fyrri hálfleik­inn og var staðan eft­ir hann 40:37. Hauk­ar byrjuðu hins veg­ar bet­ur í þriðja leik­hluta, voru snögg­ir að jafna og kom­ast yfir.

Haukaliðið var svo með völd­in í fjórða leik­hluta og vann að lok­um frek­ar sann­fær­andi sig­ur.

Lore Devos átti stór­leik fyr­ir Hauka og skoraði 32 stig. Diamond Batt­les gerði 19 stig. Jisella Thom­as skoraði 22 stig fyr­ir Val og Alyssa Cer­ino 13.

Hauk­ar - Val­ur 79:64

Ásvell­ir, Bón­us deild kvenna, 26. apríl 2025.

Gang­ur leiks­ins:: 0:4, 7:11, 13:16, 18:20, 27:29, 29:36, 31:40, 37:40, 39:40, 44:42, 46:48, 52:48, 57:52, 64:56, 71:62, 79:64.

Hauk­ar: Lore Devos 32/​8 frá­köst/​6 stoln­ir, Diamond Al­ex­is Batt­les 19, Þóra Krist­ín Jóns­dótt­ir 12/​4 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Tinna Guðrún Al­ex­and­ers­dótt­ir 8/​4 frá­köst, Agnes Jónu­dótt­ir 6/​7 frá­köst, Rósa Björk Pét­urs­dótt­ir 2/​8 frá­köst.

Frá­köst: 20 í vörn, 13 í sókn.

Val­ur: Jiselle El­iza­beth Valent­ine Thom­as 22/​4 frá­köst, Alyssa Marie Cer­ino 13/​4 frá­köst, Sara Líf Boama 7/​12 frá­köst, Ásta Júlía Gríms­dótt­ir 7/​10 frá­köst, Anna Maria Kolyandrova 7, Dag­björt Dögg Karls­dótt­ir 6, Guðbjörg Sverr­is­dótt­ir 2.

Frá­köst: 22 í vörn, 13 í sókn.

Dóm­ar­ar: Sig­mund­ur Már Her­berts­son, Jakob Árni Ísleifs­son, Birg­ir Örn Hjörv­ars­son.

Áhorf­end­ur: 211

Hauk­ar 79:64 Val­ur opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert