Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta þar sem liðið mætir annaðhvort Njarðvík eða Keflavík.
Deildarmeistararnir unnu Val, 79:64, á heimavelli og tryggðu sér 3:0-sigur í einvíginu.
Valskonur voru yfir nær allan fyrri hálfleikinn og var staðan eftir hann 40:37. Haukar byrjuðu hins vegar betur í þriðja leikhluta, voru snöggir að jafna og komast yfir.
Haukaliðið var svo með völdin í fjórða leikhluta og vann að lokum frekar sannfærandi sigur.
Lore Devos átti stórleik fyrir Hauka og skoraði 32 stig. Diamond Battles gerði 19 stig. Jisella Thomas skoraði 22 stig fyrir Val og Alyssa Cerino 13.
Ásvellir, Bónus deild kvenna, 26. apríl 2025.
Gangur leiksins:: 0:4, 7:11, 13:16, 18:20, 27:29, 29:36, 31:40, 37:40, 39:40, 44:42, 46:48, 52:48, 57:52, 64:56, 71:62, 79:64.
Haukar: Lore Devos 32/8 fráköst/6 stolnir, Diamond Alexis Battles 19, Þóra Kristín Jónsdóttir 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 8/4 fráköst, Agnes Jónudóttir 6/7 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2/8 fráköst.
Fráköst: 20 í vörn, 13 í sókn.
Valur: Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 22/4 fráköst, Alyssa Marie Cerino 13/4 fráköst, Sara Líf Boama 7/12 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 7/10 fráköst, Anna Maria Kolyandrova 7, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 2.
Fráköst: 22 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jakob Árni Ísleifsson, Birgir Örn Hjörvarsson.
Áhorfendur: 211