Stórleikur LeBrons dugði ekki til

LeBron James í nótt.
LeBron James í nótt. AFP/David Berding

Minnesota Timberwol­ves er komið í 2:1 í ein­vígi sínu við Los Ang­eles Lakers í átta liða úr­slit­um banda­rísku NBA-deild­ar karla í körfu­bolta eft­ir sig­ur, 116:104, í Minnesota í nótt. 

Minnesota vann fyrsta leik­inn í Los Ang­eles og Lakers ann­an en fjóra sigra þarf til að kom­ast í undanúr­slit­in. 

Þrátt fyr­ir tapið átti Le­Bron James stór­leik en hann skoraði 38 stig, tók tíu frá­köst og gaf fjór­ar stoðsend­ing­ar í liði Lakers. Hjá Minnesota skoraði Ant­hony Edw­ards 29 stig, tók átta frá­köst og gaf átta stoðsend­ing­ar. 

Næsti leik­ur liðanna fer fram næsta sunnu­dags­kvöld. 

Or­lando minnkaði mun­inn 

Or­lando Magic minnkaði mun­inn gegn NBA-meist­ur­um Bost­on Celtics með 95:93-sigri í Or­lando í nótt. Staðan er 2:1 fyr­ir Bost­on eft­ir fyrstu þrjá leik­ina. 

Franz Wagner skoraði 32 stig, tók sjö frá­köst og gaf átta stoðsend­ing­ar í liði Or­lando en hjá Bost­on skoraði Jay­son Tatum 36 stig, tók níu frá­köst og gaf fjór­ar stoðsend­ing­ar. 

Næsti leik­ur liðanna fer fram aðfaranótt mánu­dags. 

Gríska undrið magnað 

Gi­ann­is An­tet­okoun­mpo átti þá enn einn stór­leik­inn fyr­ir Milwaukee Bucks í sigri liðsins á Indi­ana Pacers, 117:101, í Milwaukee í nótt. 

Staðan er 2:1 fyr­ir Indi­ana eft­ir fyrstu þrjá leik­ina en næsti leik­ur liðanna fer fram aðfaranótt miðviku­dags. 

Gi­ann­is skoraði 37 stig, tók tólf frá­köst og gaf sex stoðsend­ing­ar í liði Milwaukee. Pascal Siakam var at­kvæðamest­ur hjá Indi­ana með 28 stig, fimm frá­köst og tvær stoðsend­ing­ar. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert