Mögnuð sigurkarfa í Los Angeles (myndskeið)

Aaron Gordon treður boltanum í körfu Clippers og tryggir Denver …
Aaron Gordon treður boltanum í körfu Clippers og tryggir Denver sigurinn. AFP/Luke Hales

Ótrú­leg karfa frá Aaron Gor­don tryggði Den­ver Nug­gets útisig­ur á Los Ang­eles Clip­p­ers í úr­slita­keppni NBA-deild­ar­inn­ar í körfuknatt­leik í Los Ang­eles í nótt, 101:99.

Allt stefndi í fram­leng­ingu þegar staðan var 99:99 og skot frá Ni­kola Jokic geigaði gjör­sam­lega. Gor­don hirti hins veg­ar bolt­ann í loft­inu og náði að troða hon­um með tilþrif­um í körfu Clip­p­ers.

Þrjár mín­út­ur tók að fá úr því skorið hvort leiktím­inn hefði verið liðinn eða ekki þegar Gor­don skoraði en karf­an var að lok­um met­in lög­leg og Den­ver hafði þar með jafnað met­in í ein­víg­inu í 2:2.

Jokic skoraði 26 stig fyr­ir Den­ver og tók 21 frá­kast, auk 8 stoðsendnga. Sann­kölluð tröllatvenna hjá Ser­ban­um. Michael Port­er og Christian Braun skoruðu 17 stig hvor og hetj­an Gor­don 14.

Ivica Zu­bac skoraði 19 stig fyr­ir Clip­p­ers og tók 12 frá­köst. Liðin slást um hvort þeirra mæt­ir Okla­homa City Thund­er í undanúr­slit­um Vest­ur­deild­ar en Okla­homa af­greiddi Memp­his 4:0.

Aaron Gordon fagnar sigurkörfunni.
Aaron Gor­don fagn­ar sig­ur­körf­unni. AFP/​Ronald Mart­inez

Gold­en State náði for­yst­unni gegn Hou­st­on Rockets, 2:1, með útisigri í Texas, 104:93. Þar skoraði Stephen Curry 36 stig fyr­ir Gold­en State en Alp­eren Seng­un var með 15 stig og 11 frá­köst fyr­ir Hou­st­on.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert