Njarðvík sópaði Keflavík út og mætir Haukum í úrslitum

Hulda María Agnarsdóttir og Anna Ingunn Svansdóttir eigast við.
Hulda María Agnarsdóttir og Anna Ingunn Svansdóttir eigast við. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvík sópaði ná­grönn­um sín­um úr Kefla­vík út úr úr­slita­keppn­inni í þriðja leik liðanna í undanúr­slita­ein­vígi þeirra í Íslands­móti kvenna í körfu­bolta. Endaði leik­ur­inn með 101:89-sigri Njarðvík­ur í kvöld.

Það eru því bikar­meist­ar­ar Njarðvík­ur og deild­ar­meist­ar­ar Hauka sem eig­ast við í úr­slita­ein­víg­inu.

Það munaði engu á liðunum í fyrsta leik­hluta sem skipt­ust á að vera yfir all­an leik­hlut­ann. Þegar rúm­lega 5 mín­út­ur voru liðnar af leik­hlut­an­um voru Kefl­vík­ing­ar 14:13 yfir en þegar hon­um lauk var Njarðvík 27:22 yfir eft­ir glæsi­leg­an flautuþrist frá Láru Ösp Ásgeirs­dótt­ur sem hafði stuttu áður skorað aðra þriggja stiga körfu. Njarðvík­ing­ar kvörtuðu mikið í fyrsta leik­hluta und­an gróf­um varn­ar­leik Kefla­vík­ur og höfðu Njarðvík­ing­ar lík­lega eitt­hvað til síns máls þar.

Ann­ar leik­hluti var kafla­skipt­ur. Njarðvík­ing­ar byggðu upp 13 stiga for­skot í stöðunni 40:27 en þá tóku Kefl­vík­ing­ar öll völd á vell­in­um og jöfnuðu leik­inn í stöðunni 44:44. Stór­kost­leg­ur kafli Kefl­vík­inga. Njarðvík­ing­um tókst að ná for­yst­unni aft­ur fyr­ir hálfleik og var staðan að lokn­um fyrri hálfleik 46:44 fyr­ir Njarðvík í afar spenn­andi fyrri hálfleik.

Britt­any Dink­ins skoraði 14 stig, tók 4 frá­köst og gaf 5 stoðsend­ing­ar í fyrri hálfleik fyr­ir Njarðvik.

Jasmine Dickey skoraði 23 stig og tók 7 frá­köst í fyrri hálfleik fyr­ir Kefla­vík.

Kefla­vík. Njarðvík­ur­kon­ur gáfu samt ekk­ert eft­ir og náðu aft­ur for­yst­unni. Mest­ur var mun­ur­inn 10 stig í stöðunni 75:65 fyr­ir Njarðvík en Jasmine tókst að minnka mun­inn niður í 5 stig fyr­ir Kefla­vík. Þá kom ann­ar flautuþrist­ur Láru Asp­ar Ásgeirs­dótt­ur í leikn­um og Njarðvík fór inn í fjórða leik­hluta með 8 stiga for­skot í stöðunni 78:70. 

Kefla­vík minnkaði mun­inn strax niður í 5 stig í byrj­un fjórða leik­hluta og staðan var 78:73. Sara Björk Loga­dótt­ir setti þá þriggja stiga körfu fyr­ir Njarðvík og byrjuðu Njarðvík­ur­kon­ur að byggja upp gott for­skot. Þegar 5 mín­út­ur voru liðnar af leik­hlut­an­um var staðan 91:77 fyr­ir Njarðvík og fátt annað var í stöðunni en að Njarðvík væri að fara sópa ná­grönn­um sín­um út úr úr­slita­keppn­inni.

Kefla­vík reyndi allt sem í þeirra valdi stóð til að knýja fram spenn­andi loka­mín­út­ur en Njarðvík­urliðið var einu núm­eri of stórt fyr­ir Kefla­vík. Það verður því Njarðvík sem mæt­ir Hauk­um í úr­slita­ein­vígi um Íslands­meist­ara­titil kvenna í körfu­bolta þetta árið.

Britt­any Dink­ins skoraði 36 stig fyr­ir Njarðvík og tók Em­ilie Sofie Hesseldal 15 frá­köst.

Jasmine Dickey skoraði 37 stig og tók 14 frá­köst fyr­ir Kefla­vík.

Njarðvík 101:89 Kefla­vík opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert