Ofsatrúarmaður á þennan hóp

Einar Árni Jóhannsson.
Einar Árni Jóhannsson. mbl.is/Ólafur Árdal

Bikar­meist­ar­ar Njarðvík­ur leika til úr­slita gegn Hauk­um um Íslands­meist­ara­titil kvenna í körfu­bolta eft­ir sig­ur á Kefla­vík í kvöld. Ein­ar Árni Jó­hanns­son þjálf­ari Njarðvík­ur var að von­um ánægður með sig­ur­inn þegar mbl.is ræddi við hann strax eft­ir leik.

„Ótrú­lega ham­ingju­sam­ur fyr­ir hönd minna leik­manna. Ég er stolt­ur af þeim. Það er erfitt að vinna sama liðið aft­ur og aft­ur. Það er eng­in saga til fyr­ir þenn­an vet­ur af því að Njarðvík sé að vinna Kefla­vík aft­ur og aft­ur. Nú erum við búin að vinna þær sex sinn­um í röð og sýna að við erum með sterk­ara lið þenn­an vet­ur­inn.“ - sagði Ein­ar Árni og hélt áfram: 

„Ég er ótrú­lega stolt­ur af stelp­un­um. Þær sýna mik­inn and­leg­an styrk því það hefði verið svo auðvelt að líða of vel fyr­ir þenn­an leik á heima­velli. Ég upp­lifði aldrei skort á ein­beit­ingu eða kæru­leysi og það er bara í takt við það sem ég hef sagt áður. Ég er ofsa­trú­armaður á þenn­an hóp sem hef­ur tæklað verk­efn­in sín ótrú­lega vel und­an­farið og þetta var frá­bær sig­ur þar sem við nýtt­um okk­ar styrk­leika til hins ítr­asta.“

Leik­ur­inn er kafla­skipt­ur í kvöld þar sem Njarðvík bygg­ir upp for­skot nokkr­um sinn­um en miss­ir það niður. Hvað stend­ur upp úr í leikn­um?

„Yf­ir­veg­un á móti pressu sem við leyst­um heilt yfir mjög vel. Þetta voru ekk­ert of lang­ir kafl­ar. Við erum 13 stig­um yfir á tíma­bili í öðrum leik­hluta og ströggluðum aðeins í sókn­inni á tíma­bili. Við feng­um kannski aðeins of marg­ar körf­ur á okk­ur úr færsl­um. Af því að í 5 á móti 5 fannst mér við vera með þær bæði í vörn og sókn. 

Þegar kom í seinni hálfleik­inn og við vor­um að byggja upp for­ystu þá sýnd­um við klók­indi. Við viss­um hvert við átt­um að leita. Þó að Paul­ina og Britt­any séu að taka mikið til sín í teign­um þá feng­um við gríðarlega góð fram­lög frá öðrum. Krista Gló set­ur stór­an þrist, Sara Björk, Hulda María og Lára Ösp leggja mikið til. Eygló Krist­ín var frá­bær í fyrri hálfleik líka. Það sýn­ir bara dýpt­ina í okk­ar hóp.“

Það hlýt­ur að vera mik­ill styrk­leiki fyr­ir Njarðvík að vera með svona mikið af ung­um leik­mönn­um sem geta komið inn og lagt mikið á vog­ar­skál­arn­ar. Lára Ösp er að setja tvo flautuþrista í leikn­um og Sara Björk set­ur tvo þrista sem dæmi. 

„Já, þetta er sag­an okk­ar. Það er mjög auðvelt að tala um at­vinnu­menn­ina okk­ar sem eru all­ar frá­bær­ar hver á sínu sviði. En þetta er lið og það er seg­in saga að við erum alltaf með fram­lög í gegn­um þessa úr­slita­keppni frá fleir­um held­ur en þeim þrem­ur.

Það er líka bara frá­bært að hugsa til þess þegar við vor­um að mæta Kefla­vík á Sunnu­braut­inni í októ­ber og sjá t.d. Söru Björk og Huldu Maríu þá og núna í úr­slita­keppn­inni. Þetta er tvennt ólíkt. Þær eru bún­ar að vinna hörðum hönd­um og öðlast trú og líður vel með hlut­verkið sitt og allt í kring­um sig ásamt traust­inu frá okk­ur Óla. Þær hafa vaxið svaka­lega. Eru nýorðnar 17 ára gaml­ar og ég er bara stolt­ur af þessu hug­rekki sem býr í þeim,“ sagði Ein­ar Árni sem hlakk­ar til ein­víg­is­ins gegn Hauk­um.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert