Bikarmeistarar Njarðvíkur leika til úrslita gegn Haukum um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir sigur á Keflavík í kvöld. Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur var að vonum ánægður með sigurinn þegar mbl.is ræddi við hann strax eftir leik.
„Ótrúlega hamingjusamur fyrir hönd minna leikmanna. Ég er stoltur af þeim. Það er erfitt að vinna sama liðið aftur og aftur. Það er engin saga til fyrir þennan vetur af því að Njarðvík sé að vinna Keflavík aftur og aftur. Nú erum við búin að vinna þær sex sinnum í röð og sýna að við erum með sterkara lið þennan veturinn.“ - sagði Einar Árni og hélt áfram:
„Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Þær sýna mikinn andlegan styrk því það hefði verið svo auðvelt að líða of vel fyrir þennan leik á heimavelli. Ég upplifði aldrei skort á einbeitingu eða kæruleysi og það er bara í takt við það sem ég hef sagt áður. Ég er ofsatrúarmaður á þennan hóp sem hefur tæklað verkefnin sín ótrúlega vel undanfarið og þetta var frábær sigur þar sem við nýttum okkar styrkleika til hins ítrasta.“
Leikurinn er kaflaskiptur í kvöld þar sem Njarðvík byggir upp forskot nokkrum sinnum en missir það niður. Hvað stendur upp úr í leiknum?
„Yfirvegun á móti pressu sem við leystum heilt yfir mjög vel. Þetta voru ekkert of langir kaflar. Við erum 13 stigum yfir á tímabili í öðrum leikhluta og ströggluðum aðeins í sókninni á tímabili. Við fengum kannski aðeins of margar körfur á okkur úr færslum. Af því að í 5 á móti 5 fannst mér við vera með þær bæði í vörn og sókn.
Þegar kom í seinni hálfleikinn og við vorum að byggja upp forystu þá sýndum við klókindi. Við vissum hvert við áttum að leita. Þó að Paulina og Brittany séu að taka mikið til sín í teignum þá fengum við gríðarlega góð framlög frá öðrum. Krista Gló setur stóran þrist, Sara Björk, Hulda María og Lára Ösp leggja mikið til. Eygló Kristín var frábær í fyrri hálfleik líka. Það sýnir bara dýptina í okkar hóp.“
Það hlýtur að vera mikill styrkleiki fyrir Njarðvík að vera með svona mikið af ungum leikmönnum sem geta komið inn og lagt mikið á vogarskálarnar. Lára Ösp er að setja tvo flautuþrista í leiknum og Sara Björk setur tvo þrista sem dæmi.
„Já, þetta er sagan okkar. Það er mjög auðvelt að tala um atvinnumennina okkar sem eru allar frábærar hver á sínu sviði. En þetta er lið og það er segin saga að við erum alltaf með framlög í gegnum þessa úrslitakeppni frá fleirum heldur en þeim þremur.
Það er líka bara frábært að hugsa til þess þegar við vorum að mæta Keflavík á Sunnubrautinni í október og sjá t.d. Söru Björk og Huldu Maríu þá og núna í úrslitakeppninni. Þetta er tvennt ólíkt. Þær eru búnar að vinna hörðum höndum og öðlast trú og líður vel með hlutverkið sitt og allt í kringum sig ásamt traustinu frá okkur Óla. Þær hafa vaxið svakalega. Eru nýorðnar 17 ára gamlar og ég er bara stoltur af þessu hugrekki sem býr í þeim,“ sagði Einar Árni sem hlakkar til einvígisins gegn Haukum.
L | U | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Haukar | 18 | 15 | 3 | 1585:1387 | 198 | 30 |
2 | Njarðvík | 18 | 13 | 5 | 1470:1384 | 86 | 26 |
3 | Þór Ak. | 18 | 12 | 6 | 1595:1501 | 94 | 24 |
4 | Keflavík | 18 | 12 | 6 | 1560:1467 | 93 | 24 |
5 | Valur | 18 | 8 | 10 | 1317:1343 | -26 | 16 |
26.03 | Þór Ak. | ![]() |
: | ![]() |
Keflavík |
26.03 | Haukar | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
12.03 | Haukar | ![]() |
97:73 | ![]() |
Þór Ak. |
12.03 | Valur | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
05.03 | Njarðvík | ![]() |
105:96 | ![]() |
Keflavík |
05.03 | Valur | ![]() |
77:98 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Keflavík | ![]() |
96:105 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Þór Ak. | ![]() |
84:73 | ![]() |
Valur |
26.02 | Keflavík | ![]() |
73:77 | ![]() |
Valur |
26.02 | Njarðvík | ![]() |
93:80 | ![]() |
Þór Ak. |
L | U | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Haukar | 18 | 15 | 3 | 1585:1387 | 198 | 30 |
2 | Njarðvík | 18 | 13 | 5 | 1470:1384 | 86 | 26 |
3 | Þór Ak. | 18 | 12 | 6 | 1595:1501 | 94 | 24 |
4 | Keflavík | 18 | 12 | 6 | 1560:1467 | 93 | 24 |
5 | Valur | 18 | 8 | 10 | 1317:1343 | -26 | 16 |
26.03 | Þór Ak. | ![]() |
: | ![]() |
Keflavík |
26.03 | Haukar | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
12.03 | Haukar | ![]() |
97:73 | ![]() |
Þór Ak. |
12.03 | Valur | ![]() |
: | ![]() |
Njarðvík |
05.03 | Njarðvík | ![]() |
105:96 | ![]() |
Keflavík |
05.03 | Valur | ![]() |
77:98 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Keflavík | ![]() |
96:105 | ![]() |
Haukar |
02.03 | Þór Ak. | ![]() |
84:73 | ![]() |
Valur |
26.02 | Keflavík | ![]() |
73:77 | ![]() |
Valur |
26.02 | Njarðvík | ![]() |
93:80 | ![]() |
Þór Ak. |