Þetta var mjög erfiður vetur

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Hall­dór Eðvalds­son þjálf­ari Kefla­vík­ur var svekkt­ur með tap gegn Njarðvík í kvöld sem þýðir að Kefla­vík er komið í sum­ar­frí frá Íslands­móti kvenna í körfu­bolta. Spurður út í leik­inn í kvöld og tíma­bil Kefl­vík­inga sagði hann þetta:

„Það vantaði aðeins upp á ákefðina varn­ar­lega hjá okk­ur sem ég hélt við vær­um búin að ná og vær­um að fram­kvæma eins og þarf til að kom­ast lengra í þessu móti. Það gekk ekki í dag. Síðan erum við bara búin að eiga af­leita skot­leiki. Ekki bara í þess­um leik held­ur bara í öllu ein­víg­inu gegn Njarðvík.

Hvað veld­ur því að liðið hitt­ir illa í þess­um leikj­um í ljósi þess að hér eru á ferðinni frá­bær­ir leik­menn sem hafa unnið alla þá titla sem í boði eru hér á Íslandi? 

„Það get­ur verið rosa­lega margt. Þetta var mjög erfiður vet­ur. Sjálfs­traustið í liðinu var af­skap­lega lágt og þegar sjálfs­traustið er lítið þá verður erfiðara að hitta í körf­una. Karf­an verður þrengri og þú hitt­ir síður.“

En er það þá ekki í raun svarið við því af hverju Kefla­vík er að fara út úr þessu tíma­bili án titils eft­ir að hafa unnið alla titl­ana á síðasta ári?

„Jú jú, þetta er ekki neitt annað. Þetta er bara koll­ur­inn því þess­ir leik­menn hafa allt sem þarf getu­lega séð. Auðvitað er hægt að segja að ég og Siggi hefðum getað gert eitt­hvað bet­ur en við skjót­um ekki bolt­an­um og hitt­um ekki á körf­una. Við feng­um fullt af opn­um skot­um í kvöld og ef þú skoðar þessa seríu í heild­ina þá veit ég ekki hvað við klikkuðum á mörg­um layup-um.

Þetta er bara bú­inn að vera erfiður vet­ur og ég held að það hafi bara end­ur­spegl­ast í þess­ari seríu. Við kom­um inn í þetta í janú­ar og feng­um liðið í hend­urn­ar með mjög lítið sjálfs­traust. Við reynd­um að gera eins og við gát­um og það var bara ekki nægi­lega mikið. 

Við samt héld­um það. Við töld­um okk­ur vera komna lengra með liðið, sér­stak­lega eft­ir ein­vígið gegn Tinda­stóli. En það var ekki.“

Eft­ir að þið takið við liðinu í janú­ar hef­ur samt verið mik­ill stíg­andi í liðinu og allt ann­ar gang­ur á liðinu eft­ir ára­mót, ekki satt?

„Jújú, við þekkj­um okk­ar klúbb og vit­um al­veg hvað þess­ir leik­menn geta og okk­ar vinna var að berja í þær sjálfs­traust en það gekk ekki al­veg.“

Úr þeirri stöðu sem var kom­in um ára­mót­in telst það af­leitt að hafa komið liðinu upp í efri hlut­ann í töfl­unni og í undanúr­slit?

„Ekki af­leitt en ekki nógu gott. Ég er ekki í þessu bara til að vera næst­um því. Það er ekki gam­an,“ sagði Jón Hall­dór í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert