Grindvíkingar gefast ekki upp

Grindvíkingurinn Bragi Guðmundsson brunar fram völlinn með Ægi Þór Steinarsson …
Grindvíkingurinn Bragi Guðmundsson brunar fram völlinn með Ægi Þór Steinarsson og Jase Febres á hælunum. Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Stjarn­an og Grinda­vík átt­ust við í þriðja leik sín­um í undanúr­slitaviður­eign liðanna í Íslands­móti karla í körfu­bolta í kvöld og lauk leikn­um með sigri Grinda­vík­ur 105:91.

Er þetta fyrsti sig­ur Grinda­vík­ur á Stjörn­unni í Garðabæ síðan í fe­brú­ar 2018 en Stjarn­an hefði verið kom­in í úr­slit með sigri.

Staðan í ein­víg­inu er því 2:1 fyr­ir Stjörn­unni en þrjá sigra þarf til að kom­ast í úr­slita­ein­vígið gegn Tinda­stóli eða Álfta­nesi. Liðin mæt­ast í fjórða sinn í Smár­an­um í Kópa­vogi á föstu­dags­kvöldið.

Fyrsti leik­hluti var mjög jafn. Grinda­vík byrjaði á að leiða en fljót­lega náði Stjarn­an að jafna og kom­ast í bíl­stjóra­sætið. Mest­ur var mun­ur­inn í leik­hlut­an­um ein­mitt þegar hon­um lauk og leiddi þá Stjarn­an með fjór­um stig­um 25:21.

Stjarn­an byrjaði ann­an leik­hluta á því að auka mun­inn í 6 stig. Þann mun vann Grinda­vík upp og komst síðan yfir. Grind­vík­ing­ar leiddu mest­an part ann­ars leik­hluta með 2-3 stig­um en luku hon­um með glæsi­legri Alley-oop körfu Arn­órs Trist­an Helga­son­ar og Grind­vík­ing­ar fóru með 6 stiga for­skot inn í seinni hálfleik­inn. 57:51.

Dóm­ar­ar leiks­ins höfðu fín tök á leikn­um og voru með frek­ar stranga línu sem var lík­lega hár­rétt ákvörðun þar sem ork­an í hús­inu hefði auðveld­lega getað boðið upp á al­gjöra vit­leysu. Fín dómgæsla var í fyrri hálfleik.Jeremy Raymon Pargo var með 16 stig og 6 frá­köst fyr­ir Grinda­vík í fyrri hálfleik.

Ægir Þór Stein­ars­son var með 14 stig fyr­ir Stjörn­una og Jase Febr­es var með 5 frá­köst í fyrri hálfleik.

Grind­vík­ing­ar léku á alls oddi í þriðja leik­hluta og hófu upp­bygg­ingu á gríðarlega sterk­ur for­skoti. Það gerði gæfumun­inn að leik­menn eins og Ólaf­ur Ólafs­son, Kristó­fer Breki og Daní­el Trist­an héldu áfram að gera sitt og því til viðbót­ar fóru þeir að setja niður þrista. Þegar leik­hlut­an­um lauk var staðan 88:71 fyr­ir Grinda­vík.

Það var allt á suðupunkti í fjórða leik­hluta og munaði litlu að til handa­lög­mála kæmi milli leik­manna. Dóm­ar­ar leiks­ins héldu þó leikn­um inn­an allra marka og ber að hrósa þeim fyr­ir það.

Stjarn­an gerði al­vöru áhlaup og minnkaði mun­inn niður í 8 stig í stöðunni 96:88 og fór þá um marga Grind­vík­inga í stúk­unni í ljósi síðasta leiks. Grind­vík­ing­ar juku for­skotið aft­ur í 12 stig í stöðunni 100:88.

Grind­vík­ing­um tókst að byggja upp 14 stiga for­skot og unnu að lok­um gríðarlega mik­il­væg­an 14 stiga sig­ur.

Hilm­ar Smári Henn­ings­son skoraði 27 stig fyr­ir Stjörn­una og Jase Febr­es tók 10 frá­köst.

Ólaf­ur Ólafs­son skoraði 25 stig fyr­ir Grinda­vík og Daniel Morten­sen tók 11 frá­köst.

Gang­ur leiks­ins:: 2:6, 12:13, 17:18, 25:21, 30:29, 33:40, 44:48, 51:57, 57:64, 59:71, 66:77, 71:88, 79:90, 85:96, 88:100, 91:105.

Stjarn­an: Hilm­ar Smári Henn­ings­son 27, Ægir Þór Stein­ars­son 22/​6 stoðsend­ing­ar, Jase Febr­es 16/​12 frá­köst, Orri Gunn­ars­son 9/​6 frá­köst, Shaquille Rombley 8/​4 frá­köst, Bjarni Guðmann Jón­son 5/​5 frá­köst, Hlyn­ur Elías Bær­ings­son 2, Júlí­us Orri Ágústs­son 2/​4 frá­köst.

Frá­köst: 21 í vörn, 16 í sókn.

Grinda­vík: Ólaf­ur Ólafs­son 25/​8 frá­köst, Jeremy Raymon Pargo 19/​9 frá­köst/​7 stoðsend­ing­ar, De­andre Donte Kane 18/​5 frá­köst/​11 stoðsend­ing­ar, Daniel Morten­sen 15/​12 frá­köst/​5 var­in skot, Kristó­fer Breki Gylfa­son 12, Arn­ór Trist­an Helga­son 9, Bragi Guðmunds­son 5, Lagio Grantsa­an 2.

Frá­köst: 29 í vörn, 10 í sókn.

Dóm­ar­ar: Jó­hann­es Páll Friðriks­son, Gunn­laug­ur Briem, Davíð Kristján Hreiðars­son.

Áhorf­end­ur: 1260.

Stjarn­an 91:105 Grinda­vík opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert