Bara fullvaxin karldýr að keppa

Arnór Tristan Helgason stekkur að körfunni í gærkvöldi.
Arnór Tristan Helgason stekkur að körfunni í gærkvöldi. Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Grinda­vík vann Stjörn­una, 105:91, í þriðja leik liðanna í undanúr­slitaviður­eign þeirra í Íslands­móti karla í körfu­bolta í Garðabæn­um í gær­kvöldi. Var þetta fyrsti sig­ur Grinda­vík­ur á Stjörn­unni á úti­velli síðan í fe­brú­ar árið 2018.

Ólaf­ur Ólafs­son fyr­irliði Grinda­vík­ur var að von­um ánægður með sig­ur­inn og þá staðreynd að von Grind­vík­inga um að kom­ast í úr­slitaviður­eign lif­ir enn en þrjá sigra þarf til að kom­ast þangað. Spurður út í mun­inn á leik liðsins í kvöld í sam­an­b­urði við fyrstu tvo leik­ina sagði Ólaf­ur þetta:

„Í raun eng­inn mun­ur þannig séð. Við átt­um, fannst okk­ur að vinna leik núm­er tvö. En við sofnuðum á verðinum þá. Ef maður ger­ir það á móti jafn sterku liði og Stjörn­unni þá refsa þeir manni.

Við náðum að standa af okk­ur storm­inn í fjórða leik­hluta. Við vor­um 16 stig­um yfir þegar hann byrj­ar og þeir minnkuðu þann mun niður í átta stig en við náðum að standa höggið miklu meira af okk­ur en í fyrri leikj­um. Mér fannst við aldrei vera að missa þetta neitt niður og að þetta væri í okk­ar hönd­um sem er mjög þægi­leg til­finn­ing.“

Staðan er þá 2:1 í ein­víg­inu og Grinda­vík enn þá með bakið upp við vegg­inn fræga. Hvernig mun Grinda­vík fylgja þess­um leik eft­ir?

„Bara það sama. Halda áfram að vera betri í því sem við erum bún­ir að gera vel í fyrstu þrem­ur leikj­un­um. Halda bara áfram að byggja ofan á þetta. Við meg­um ekki slaka á því ef það ger­ist þá get­um við al­veg tapað með 30 stig­um á móti þeim.“

Ólafur Ólafsson.
Ólaf­ur Ólafs­son. mbl.is/​Karítas

Stjörnu­menn voru ansi pirraðir í fjórða leik­hluta, bæði inni á vell­in­um og í stúk­unni. Mik­ill hiti, slags­mál í stúk­unni og á mörk­um þess að fara í átök inni á vell­in­um. Eru Grind­vík­ing­ar bún­ir að finna leiðina að helstu leynd­ar­mál­um Stjörn­unn­ar með þess­um sigri?

„Við erum bara keppn­is­menn. Okk­ur lang­ar rosa­lega mikið að vinna. Þetta fylg­ir því bara að vera keppn­ismaður. Þetta eru bara full­vax­in karldýr að keppa og það er yf­ir­leitt hiti í því. Ef það væri ekki hiti í þessu þá væri þetta hund­leiðin­legt.“

„Við verðum að byggja ofan á það sem við gerðum vel í dag og í leik núm­er tvö. Halda áfram að spila sem lið og halda leikplani,“ sagði Ólaf­ur í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert