„Ætlum að koma þessu í oddaleik“

Stuðningsmenn Njarðvíkur á leiknum í kvöld.
Stuðningsmenn Njarðvíkur á leiknum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Krista Gló Magnús­dótt­ir leikmaður Njarðvík­ur setti risa­stór­an þrist þegar 22 sek­únd­ur voru eft­ir af leik Hauka og Njarðvík­ur í kvöld. Með körf­unni breytti hún stöðunni úr 93:92 fyr­ir Hauka í 95:93 fyr­ir Njarðvík sem voru loka­töl­ur leiks­ins.

Njarðvík­ing­ar knúðu því fram fjórða leik­inn í Icemar­höll­inni næsta laug­ar­dag. Spurð út í leik­inn sagði Krista Gló þetta:

„Þetta var erfiður leik­ur. Þetta var upp og niður hjá okk­ur en við sýnd­um að við vild­um ná þess­um sigri því við ætluðum ekki að fara út úr þessu ein­vígi með 3:0 tap.“

Þá spyr ég kannski asna­legr­ar spurn­ing­ar. Er þá 3:1 tap ásætt­an­legri niðurstaða?

„Nei við ætl­um að koma þessu í odda­leik, ekki spurn­ing.“

Ef við för­um yfir leik­inn þá nær Njarðvík mest 20 stiga for­skoti en síðan ná Hauk­ar frá­bær­um köfl­um sem á end­an­um koma þeim yfir í leikn­um og út­litið er farið að dökkna fyr­ir Njarðvík. Hvað þarf til þess að stand­ast svona áhlaup eins og kem­ur alltaf frá Hauk­um?

„Liðsheild og vilji. Við erum í þessu sam­an og við sýnd­um það inni á vell­in­um í kvöld.“

Þið knýið fram fjórða leik­inn í Icemar­höll­inni á laug­ar­dag. Hvað þarf til að fylgja þess­um sigri eft­ir með öðrum sigri gegn deild­ar­meist­ur­un­um?

„Sýna meiri bar­áttu, spila vörn og spila okk­ar sókn­ar­leik myndi ég segja.“

Hauk­ar missa Diamond Batt­les út úr húsi þegar mikið er eft­ir af leikn­um. Hefði þessi leik­ur endað með sigri Njarðvík­ur ef hún hefði náð að spila all­an leik­inn fyr­ir Hauka?

„Já, ég vil trúa því.“

Hvað hefðir þú viljað sjá fara bet­ur í kvöld?

„Ég hefði viljað sjá okk­ur stoppa þeirra áhlaup fyrr. Þær koma alltaf til baka. Við náum for­skoti og við þurf­um að reyna að halda því út leik­inn,“ sagði Krista Gló í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert