Þessar íslensku stelpur eru algjörir töffarar

Eygló Kristín Óskarsdóttir skoraði átta stig í leiknum í kvöld.
Eygló Kristín Óskarsdóttir skoraði átta stig í leiknum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Ein­ar Árni Jó­hanns­son, þjálf­ari kvennaliðs Njarðvík­ur í körfu­bolta, var stolt­ur af sínu liði sem knúði í kvöld fram odda­leik gegn Hauk­um um Íslands­meist­ara­titil­inn.

Njarðvík­ing­ar unnu fjórða leik­inn, 94:78, og liðin mæt­ast í fimmta sinn á þriðju­dags­kvöld í Hafnar­f­irði. Spurður út í leik­inn í kvöld sagði Ein­ar Árni:

„Við erum að byggja ofan á síðasta leik og fækka mis­tök­um. Við töluðum um það í hálfleik að hálfleiksstaðan gæfi kannski ekki rétta mynd af frammistöðunni. Við vor­um með óþarfa tapaða bolta, óþarf­lega mörg sókn­ar­frá­köst sem Hauk­ar náðu sem gerði það að verk­um að þær voru að halda þessu óþarf­lega jöfnu.

Hrós á Hauka. Þær eru erfiðar og þær eru agress­í­v­ar. Við brugðumst vel við. Frammistaðan okk­ar í þriðja leik­hluta, sem hef­ur oft verið okk­ur erfiður, var frá­bær. En þetta er sam­bland. Við vor­um áræðnar á bolt­ann, náðum frá­bær­um moment­um varn­ar­lega. Síðan vor­um við skyn­sam­ar sókn­ar­lega. Við leituðum í góð skot og treyst­um hver ann­arri. Klass­ísk­ur Njarðvík­ur­sig­ur þar sem við fáum svo mikið fram­lag frá svo mörg­um.

Þess­ar ís­lensku stelp­ur okk­ar eru al­gjör­ir töffar­ar. Sýna það enn og aft­ur. Eins og ein­hver sagði við mig áðan þá er þetta ekk­ert alltaf úr sömu átt. Það er það fal­lega við Njarðvík. Við erum lið.“

Staðan í ein­víg­inu er 2:2 sem þýðir hreinn úr­slita­leik­ur á þriðju­dag­inn. Hvað þarf til að ná fram sigri þá?

Einar Árni Jóhannsson er ánægður með sínar stúlkur.
Ein­ar Árni Jó­hanns­son er ánægður með sín­ar stúlk­ur. mbl.is/​Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

„Við þurf­um frammistöðu á sömu nót­um og í síðustu tveim­ur leikj­um. Auðvitað ger­um við okk­ur grein fyr­ir að það get­ur komið eitt­hvað nýtt frá Hauk­um í þeim leik. Það er bara eins og geng­ur og ger­ist.

En það er trú­in. Hún er gríðarlega sterk. Trú­in og traustið sem við ber­um til hvers ann­ars. VIð þurf­um að ríg­halda í það. Ég hef haft trú á liðinu mínu all­an tím­ann og þær hafa haft trú á sér og sínu all­an tím­ann.

Við erum sann­færð um okk­ar styrk­leika sókn­ar­lega. Við vit­um að það er verið að leggja mikla áherslu á Britt­any og Paul­inu. En þetta er skyn­sem­in og yf­ir­veg­un­in í sókn­ar­leikn­um og mass­íf­ur varn­ar­leik­ur sem við þurf­um að taka með okk­ur.

Síðan er það stuðning­ur­inn. Ég er hrika­lega ánægður með okk­ar fólk á Ásvöll­um í síðasta leik og svo aft­ur hér í kvöld. En við treyst­um á fullt hús af Njarðvík­ing­um í Hafnar­f­irði á þriðju­dag­inn og stand­andi partý,“ sagði Ein­ar Árni í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert