Fjarvera Curry farin að segja til sín

Steph Curry fylgist með liðsfélögum sínu af hliðarlínunni.
Steph Curry fylgist með liðsfélögum sínu af hliðarlínunni. AFP/Ezra Shaw

Minnesota Timberwol­ves er komið yfir í ein­vígi sínu gegn Gold­en State Warri­ors, 2:1, eft­ir sig­ur í San Francisco, 102:97, í þriðja leik liðanna í undanúr­slit­um Vest­ur­deild­ar banda­rísku NBA-deild­ar karla í körfuknatt­leik í nótt.

Fjóra sigra þarf til að kom­ast áfram en næsti leik­ur liðanna fer fram aðfaranótt þriðju­dags. 

Steph Curry, helsta stjarna Gold­en State, meidd­ist í fyrsta leik og hef­ur ekki spilað í síðustu tveim­ur sem Minnesota hef­ur unnið. Hann snýr til baka í fyrsta lagi í fimmta leik liðanna en lík­leg­ast í sjötta leikn­um en ef Minnesota vinn­ur næstu tvo verður ekk­ert úr hon­um. 

Ju­lius Randle átti stór­leik fyr­ir Minnesota en hann skoraði 24 stig, tók tíu frá­köst og gaf tólf stoðsend­ing­ar. Þá skoraði Ant­hony Edw­ards 36 stig. Hjá Gold­en State skoraði Jimmy Butler 33 stig, tók sjö frá­köst og gaf sjö stoðsend­ing­ar.

Bost­on minnti á sig

Meist­ar­ar Bost­on Celtic minnkuðu mun­inn í ein­vígi sínu gegn New York Knicks með sann­fær­andi sigri á úti­velli, 115:93, í þriðja leik liðanna í undanúr­slit­um Aust­ur­deild­ar­inn­ar í New York í gær­kvöldi. 

Staðan er 2:1 fyr­ir New York en fjóra sigra þarf til að kom­ast í úr­slit Aust­ur­deild­ar­inn­ar. Næst mæt­ast liðin aðfaranótt þriðju­dags. 

Jay­son Tatum var at­kvæðamest­ur í liði Bost­on með 22 stig, níu frá­köst og sjö stoðsend­ing­ar en hjá New York skoraði Jalen Brun­son 27 stig, tók fjög­ur frá­köst og gaf sjö stoðsend­ing­ar. 

Jalen Brunson úr New York og Jayson Tatum úr Boston …
Jalen Brun­son úr New York og Jay­son Tatum úr Bost­on voru enn einu sinni at­kvæðamest­ir í sín­um liðum. AFP/​Al Bello
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
13.05 Haukar 92:91 Njarðvík
10.05 Njarðvík 94:78 Haukar
07.05 Haukar 93:95 Njarðvík
04.05 Njarðvík 72:90 Haukar
01.05 Haukar 86:79 Njarðvík
27.04 Njarðvík 101:89 Keflavík
26.04 Haukar 79:64 Valur
23.04 Keflavík 73:76 Njarðvík
22.04 Valur 80:82 Haukar
19.04 Haukar 101:66 Valur
19.04 Njarðvík 95:80 Keflavík
13.04 Valur 75:70 Þór Ak.
09.04 Þór Ak. 72:60 Valur
05.04 Valur 102:75 Þór Ak.
01.04 Þór Ak. 86:92 Valur
26.03 Haukar 94:68 Njarðvík
26.03 Þór Ak. 88:90 Keflavík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur 80:90 Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
13.05 Haukar 92:91 Njarðvík
10.05 Njarðvík 94:78 Haukar
07.05 Haukar 93:95 Njarðvík
04.05 Njarðvík 72:90 Haukar
01.05 Haukar 86:79 Njarðvík
27.04 Njarðvík 101:89 Keflavík
26.04 Haukar 79:64 Valur
23.04 Keflavík 73:76 Njarðvík
22.04 Valur 80:82 Haukar
19.04 Haukar 101:66 Valur
19.04 Njarðvík 95:80 Keflavík
13.04 Valur 75:70 Þór Ak.
09.04 Þór Ak. 72:60 Valur
05.04 Valur 102:75 Þór Ak.
01.04 Þór Ak. 86:92 Valur
26.03 Haukar 94:68 Njarðvík
26.03 Þór Ak. 88:90 Keflavík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur 80:90 Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
urslit.net
Fleira áhugavert