„Hjartað ætlaði út úr búningnum á tímabili“

Danski leikstjórnandinn Adama Darboe átti stóran þátt í sigri Ármanns …
Danski leikstjórnandinn Adama Darboe átti stóran þátt í sigri Ármanns gegn Hamri í oddaleik liðanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danski körfu­boltamaður­inn Adama Dar­boe fór fyr­ir Ármenn­ing­um þegar liðið tryggði sér sæti í úr­vals­deild­inni í fyrsta sinn í 45 ár með sigri gegn Hamri í odda­leik liðanna í um­spili 1. deild­ar­inn­ar í Laug­ar­dals­höll­inni á mánu­dag­inn.

Dar­boe, sem er 39 ára gam­all leik­stjórn­andi og fyrr­ver­andi landsliðsfyr­irliði Dan­merk­ur, gekk til liðs við Ármann síðasta sum­ar en hann hef­ur einnig leikið með KR og Stjörn­unni hér á landi.

Danski leik­stjórn­and­inn skoraði 16 stig í odda­leikn­um gegn Hamri, ásamt því að taka sjö frá­köst og gefa átta stoðsend­ing­ar en hann er út­nefnd­ur maður leiks­ins í leiks­lok.

„Maður hef­ur upp­lifað marga stóra sigra á ferl­in­um og þessi var á meðal þeirra sæt­ustu,“ sagði Dar­boe í sam­tali við Morg­un­blaðið en hann lék bæði í heimalandi sínu Dan­mörku og í Svíþjóð áður en hann kom til Íslands árið 2021 þar sem hann hef­ur leikið síðan.

„Þetta var langt tíma­bil og gengið hef­ur verið upp og ofan. Við vor­um hóf­lega bjart­sýn­ir fyr­ir leik­inn en að spila þenn­an leik á heima­velli hjálpaði okk­ur mikið. Við unn­um fyr­ir heima­vall­ar­rétt­in­um í ein­víg­inu og það sýndi sig á end­an­um hversu miklu máli hann get­ur skipt í svona ein­vígi.

Þetta var týpísk­ur odda­leik­ur fannst mér, þar sem allt var und­ir. Hjartað ætlaði út úr bún­ingn­um á tíma­bili, hjá okk­ur öll­um. Ég hef verið at­vinnumaður í íþrótt­inni í mörg ár og það eru þess­ir leik­ir sem maður lif­ir fyr­ir. Að vinna þessa stærstu leiki gef­ur manni eitt­hvað sem þú færð hvergi ann­ars staðar og til­finn­ing­in í leiks­lok var ofboðslega góð. Ég er virki­lega stolt­ur af bæði liðinu og fé­lag­inu í heild sinni,“ sagði Dar­bo.

Vinna óeig­ingjarnt starf

Alls mættu 1.337 áhrof­end­ur í Laug­ar­dals­höll­ina á mánu­dag­inn og fundu leik­menn beggja liða vel fyr­ir stuðningn­um.

„Ég vil nota tæki­færið og hrósa stuðnings­mönn­um Ham­ars sem fjöl­menntu á alla leiki ein­víg­is­ins. Þessi stuðning­ur sem við feng­um skipti okk­ur ein­fald­lega öllu máli. Það var næst­um því fullt, í stærsta íþrótta­húsi lands­ins, sem seg­ir manni ým­is­legt. Þetta sýn­ir líka hversu miklu máli þetta skipt­ir fyr­ir fé­lagið í heild sinni.

Það er fólk sem starfar í kring­um Ármann sem eyðir lík­leg­ast meiri tíma en við inni í íþrótta­hús­inu. Það er enda­laust af sjálf­boðaliðum líka sem vinna mjög óeig­ingjarnt starf. Allt þetta fólk, stjórn­ar­meðlim­ir og þeir sem starfa á bak við tjöld­in, eiga jafn mikið í þess­um ár­angri og við. Það fór mik­il orka hjá öll­um í þetta tíma­bil og ég hefði ekki getað hugsað mér betri endi.“

Viðtalið við Dar­boe má lesa í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
13.05 Haukar 92:91 Njarðvík
10.05 Njarðvík 94:78 Haukar
07.05 Haukar 93:95 Njarðvík
04.05 Njarðvík 72:90 Haukar
01.05 Haukar 86:79 Njarðvík
27.04 Njarðvík 101:89 Keflavík
26.04 Haukar 79:64 Valur
23.04 Keflavík 73:76 Njarðvík
22.04 Valur 80:82 Haukar
19.04 Haukar 101:66 Valur
19.04 Njarðvík 95:80 Keflavík
13.04 Valur 75:70 Þór Ak.
09.04 Þór Ak. 72:60 Valur
05.04 Valur 102:75 Þór Ak.
01.04 Þór Ak. 86:92 Valur
26.03 Haukar 94:68 Njarðvík
26.03 Þór Ak. 88:90 Keflavík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur 80:90 Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
13.05 Haukar 92:91 Njarðvík
10.05 Njarðvík 94:78 Haukar
07.05 Haukar 93:95 Njarðvík
04.05 Njarðvík 72:90 Haukar
01.05 Haukar 86:79 Njarðvík
27.04 Njarðvík 101:89 Keflavík
26.04 Haukar 79:64 Valur
23.04 Keflavík 73:76 Njarðvík
22.04 Valur 80:82 Haukar
19.04 Haukar 101:66 Valur
19.04 Njarðvík 95:80 Keflavík
13.04 Valur 75:70 Þór Ak.
09.04 Þór Ak. 72:60 Valur
05.04 Valur 102:75 Þór Ak.
01.04 Þór Ak. 86:92 Valur
26.03 Haukar 94:68 Njarðvík
26.03 Þór Ak. 88:90 Keflavík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur 80:90 Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
urslit.net
Fleira áhugavert