„Sumt var rétt og sumt ekki“

Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson fagna Íslandsmeistaratitlinum á Sauðárkróki …
Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson fagna Íslandsmeistaratitlinum á Sauðárkróki í síðasta mánuði. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

„Til­finn­ing­in er mjög góð. Þetta er nátt­úr­lega tæki­færi til þess að byggja á því sem við erum nú þegar bún­ir að búa til,“ sagði Hilm­ar Smári Henn­ings­son, lyk­ilmaður Íslands­meist­ara Stjörn­unn­ar í körfuknatt­leik, eft­ir að hann skrifaði und­ir nýj­an eins árs samn­ing við fé­lagið.

„Eins og ég hef nefnt áður líður mér ótrú­lega vel hérna í Garðabæn­um í þess­um kúltúr sem við erum bún­ir að mynda. Það er bara gleði og spenna,“ sagði Hilm­ar Smári í sam­tali við mbl.is.

Hann var afar eft­ir­sótt­ur í sum­ar og viður­kenndi að hafa rætt við önn­ur fé­lög, þó vilji Hilm­ars Smára hafi verið ljós.

„Já, já það var fullt af viðræðum. Ég held að það fylgi því bara að vera ís­lensk­ur leikmaður hérna á Íslandi. Það voru ein­hverj­ar viðræður og ég tók ein­hver sím­töl.

Á end­an­um gerði ég öll­um þeim sem höfðu sam­band það ljóst að það færi ekk­ert á milli mála að ég myndi halda áfram hjá Stjörn­unni hér­lend­is.

Ég var orðaður við ein­hver lið. Sumt af því var rétt og sumt var það ekki. En það var aldrei neitt sem var að fara að trompa það sem við höf­um verið að byggja hérna,“ sagði hann.

Verður ógeðslega erfitt

Spurður hvernig hon­um lit­ist á að reyna að verja Íslands­meist­ara­titil­inn á næsta tíma­bili sagði Hilm­ar Smári:

„Von­andi geng­ur það vel. Það verður ógeðslega erfitt, al­veg eins og í vet­ur var það ótrú­lega erfitt fyr­ir okk­ur að ná þess­um titli. Það er kannski helm­ing­ur­inn af deild­inni sem stefn­ir alltaf að því að vinna þenn­an titil og það er bara eitt lið sem nær því.

Þegar allt kem­ur til alls er það ógeðslega erfitt. Þetta er ótrú­lega mik­il vinna og þú þarft mikla heppni sem dett­ur þín meg­in.

En ég held að við séum með þannig leik­manna­hóp hérna og þannig teymi í kring­um okk­ur að við ger­um allt til þess að gera það eins lík­legt og við get­um. Síðan verður það bara að ráðast á vell­in­um.“

Flest lið myndu vilja vera í þess­ari stöðu

Hann sagði það já­kvætt að Stjarn­an haldi svipuðum kjarna í leik­manna­hópn­um.

„Já, al­gjör­lega. Orri [Gunn­ars­son] er á samn­ingi og það er eina ástæðan fyr­ir því að hann sat ekki með mér og Ægi [Þór Stein­ars­synihérna í dag. Þetta er kjarni sem fá önn­ur ís­lensk lið geta státað af og verið stolt af.

Það er geggjað að hafa þenn­an kjarna til þess að byggja á og búa til lið í kring­um. Ég held að það séu flest öll lið á Íslandi til í að vera í þeirri stöðu sem Stjarn­an er í,“ sagði Hilm­ar Smári að end­ingu.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
13.05 Haukar 92:91 Njarðvík
10.05 Njarðvík 94:78 Haukar
07.05 Haukar 93:95 Njarðvík
04.05 Njarðvík 72:90 Haukar
01.05 Haukar 86:79 Njarðvík
27.04 Njarðvík 101:89 Keflavík
26.04 Haukar 79:64 Valur
23.04 Keflavík 73:76 Njarðvík
22.04 Valur 80:82 Haukar
19.04 Haukar 101:66 Valur
19.04 Njarðvík 95:80 Keflavík
13.04 Valur 75:70 Þór Ak.
09.04 Þór Ak. 72:60 Valur
05.04 Valur 102:75 Þór Ak.
01.04 Þór Ak. 86:92 Valur
26.03 Haukar 94:68 Njarðvík
26.03 Þór Ak. 88:90 Keflavík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur 80:90 Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
13.05 Haukar 92:91 Njarðvík
10.05 Njarðvík 94:78 Haukar
07.05 Haukar 93:95 Njarðvík
04.05 Njarðvík 72:90 Haukar
01.05 Haukar 86:79 Njarðvík
27.04 Njarðvík 101:89 Keflavík
26.04 Haukar 79:64 Valur
23.04 Keflavík 73:76 Njarðvík
22.04 Valur 80:82 Haukar
19.04 Haukar 101:66 Valur
19.04 Njarðvík 95:80 Keflavík
13.04 Valur 75:70 Þór Ak.
09.04 Þór Ak. 72:60 Valur
05.04 Valur 102:75 Þór Ak.
01.04 Þór Ak. 86:92 Valur
26.03 Haukar 94:68 Njarðvík
26.03 Þór Ak. 88:90 Keflavík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur 80:90 Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
urslit.net
Fleira áhugavert