Gríðarlega ánægðir með Ragga Nat

Ragnar Nathanaelsson, Brynjar Þór Björnsson og Tryggvi Snær Hlinason á …
Ragnar Nathanaelsson, Brynjar Þór Björnsson og Tryggvi Snær Hlinason á góðri stundu með landsliðinu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þó fyrr­ver­andi landsliðsmaður­inn Brynj­ar Þór Björns­son sé kom­inn með nýtt starf í Ála­borg í Dan­mörku er hann hvergi nærri hætt­ur með körfu­boltaæf­ing­ar sín­ar hér­lend­is. 

Brynj­ar tók ný­verið við sem íþrótta­stjóri hjá Aal­borg Basekt­ball Klub, eða Aal­borg Vik­ings. 

Hann hef­ur staðið fyr­ir ýms­um körfu­boltanám­skeiðum und­an­far­in ár og meðal ann­ars körfu­boltaæf­ing­um fyr­ir full­orðna. 

„Ég hef verið með körfu­boltanám­skeið fyr­ir krakka og síðan hafa verið körfu­boltaæf­ing­ar fyr­ir full­orðna sem eru að fagna tíu ára af­mæli á næsta tíma­bili. Þar hef­ur verið frá­bær þátt­taka og mik­il stemn­ing. 

Maður er alltaf í kring­um körfu­bolt­ann, ég mun aldrei fara al­veg frá hon­um,“ sagði Brynj­ar í sam­tali við mbl.is. 

Ekki að fara hætta von bráðar

Æfing­arn­ar verða áfram á Íslandi en Brynj­ar hef­ur fengið reynslu­bolt­ann Ragn­ar Ágúst Nathana­els­son til að þjálfa fyr­ir sig við mikl­ar vin­sæld­ir. 

„Maður reyn­ir að hafa það þannig. Kall­arn­ir í þessu eru það ánægðir. Raggi Nat er að þjálfa fyr­ir mig á Íslandi og hef­ur náð að halda fjöld­an­um og gæðunum ansi háum. Þeir eru gríðarlega ánægðir með hann. Það er ekk­ert að fara hætta von bráðar,“ bætti Brynj­ar við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert