Tvísýnt með Djokovic þrátt fyrir sigur

Novak Djokovic fær læknismeðhöndlun í leiknum í kvöld.
Novak Djokovic fær læknismeðhöndlun í leiknum í kvöld. AFP/Patricia De Melo

Serbinn Novak Djo­kovic er kom­inn í undanúr­slit­in í einliðal­eik karla í tenn­is á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís en ekki er víst að hann geti spilað þar vegna meiðsla.

Meiðsli í hægra hné tóku sig upp á ný þegar hann rann til á vell­in­um í leik sín­um gegn Stefanos Tsitsip­as frá Grikklandi og Djo­kovic þurfti verka­töfl­ur til að halda sér gang­andi en hann náði að vinna leik­inn 6:3, 7:6, eft­ir að hafa lent 4:0 og 5:2 und­ir í öðru sett­inu.

Djo­kovic á að mæta Lor­enzo Musetti frá Ítal­íu í undanúr­slit­un­um á morg­un.

„Ég hef áhyggj­ur af ástand­inu á hnénu og verð að láta læknateymið skoða það. Síðan kem­ur þetta í ljós. Ég spila ekki fyrr en klukk­an sjö annað kvöld svo ég hef aðeins meiri tíma og ég reyni að vera já­kvæður," sagði Djo­kovic við frétta­menn.

Djo­kovic hef­ur aldrei tek­ist að vinna ólymp­íug­ull á far­sæl­um ferli og best náð í bronsverðlaun­in í Pek­ing árið 2008. Þetta er í fjórða sinn sem hann kemst í undanúr­slit á leik­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert