Mikil spenna í golfinu

Xander Schauffele er í forystu eftir tvo hringi
Xander Schauffele er í forystu eftir tvo hringi AFP/John MacDougall

Xand­er Schauf­fele frá Banda­ríkj­un­um, Hi­deki Matsuyama frá Jap­an og Tommy Fleetwood frá Bretlandi eru efst­ir og jafn­ir eft­ir ann­an golf­hring Ólymp­íu­leik­anna í Par­ís en þeir eru all­ir á ell­efu högg­um und­ir pari vall­ar­ins.

Belg­inn Thom­as De­try lék manna best í dag. De­try lék á átta högg­um und­ir pari í dag, Tommy Fleetwood á sjö und­ir pari og Schauf­fele á fimm und­ir pari. Matsuyama lék ein­ung­is á þrem­ur und­ir pari en hann var efst­ur eft­ir fyrsta hring.

Spán­verj­inn Jon Rahm er fjórði og De­try fimmti ásamt Pan C.T. frá Taív­an. Efsti maður heimslist­ans, Scottie Scheffler frá Banda­ríkj­un­um, lék á fjór­um und­ir pari í dag og sit­ur í tí­unda sæti. Rory McIl­roy frá Írlandi er í þrett­ánda sæti ásamt fimm öðrum kylf­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert