„Ekki til neins að vinna ef það er ekki sanngjarnt“

Adam Peaty, vann til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi.
Adam Peaty, vann til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi. AFP/Oli Scarff

Breski sundmaðurinn, Adam Peaty, vandaði Kínverjum ekki kveðjurnar að loknum úrslitum 4x100 metra fjórsunds karla á Ólympíuleikunum í París. 

Bretar höfnuðu í 4. sæti en Kínverjar komu fyrstir í mark og tryggðu sér gullverðlaunin. Peaty var ekki alls kostar ánægður með að sjá Kínverja fagna sigri en tveir fjögurra liðsmanna Kína fengu að taka þátt á leikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Kínverska lyfjaeftirlitið segir jákvæða niðurstöðu lyfjaprófs sundmannanna mega rekja til mengunar í fæðu sem þeir lögðu sér til munns.

„Ein af mínum uppáhalds íþróttatengdu tilvitnunum er að það sé ekki til neins að vinna ef það er ekki sanngjarnt,“ lét Peaty hafa eftir sér. „Ég held að þú vitir í hjarta þínu að ef þú hefur svindlað þá hefurðu ekki unnið þó þú komir fyrstur í mark.

Peaty vann til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert